fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Piers Morgan afhjúpaði nöfnin sem allir vilja vita – „Konunglegu rasistarnir“ opinberaðir

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 08:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stöðva þurfti sölu á bók Omid Scobie, Endgame: Inside the Royal Family and the Monarchy‘s Fight for Survival, í Hollandi í gær. Ástæðan fyrir því var að í hollensku útgáfu bókarinnar var greint frá nöfnum tveggja einstaklinga innan bresku konungsfjölskyldunnar sem áttu að hafa lýst yfir áhyggjum yfir húðlit ófædds sonar Harry Bretaprins og Meghan Markle.

Sjá einnig: Konunglegur rasisti óvart afhjúpaður í hollenskri útgáfu bókar um bresku konungsfjölskylduna

Í gær greindu miðlar um allan heim frá málinu en hvergi komu fram nöfn aðilanna. Sjónvarpsmaðurinn Piers Morgan opinberaði nöfnin í þætti sínum, Piers Morgan Uncensored, í gærkvöldi.

Að hans sögð voru það Karl Bretakonungur og Katrín prinsessa, eiginkona Vilhjálms Bretaprins.

Mynd/Getty
Mynd/Getty

Í lokaútgáfu bókarinnar voru nöfnin fjarlægð vegna meiðyrðalaga, en í nokkrum eintökum af hollensku útgáfu bókarinnar voru fjölskyldumeðlimirnir nefndir.

Piers Morgan sagðist ekki „trúa ekki því að konungsfjölskyldan hafi sýnt kynþáttafordóma“ en honum þætti eðlilegt að samborgarar hans fengu að vita þessar upplýsingar.

„Satt að segja, þá finnst mér að ef Hollendingar geta gengið inn í bókabúð og séð þessi nöfn, þá ættu Bretar hérna, fólk sem borgar fyrir bresku konungsfjölskylduna, það ætti að fá að vita þetta líka,“ sagði hann.

Málið vakti fyrst athygli í mars 2021 þegar Harry og Meghan Markle fóru í viðtal hjá Opruh Winfrey. Þau fullyrtu að fjölskyldumeðlimur hans hefði velt því fyrir sér upphátt „hversu dökk“ húð sonar þeirra, Archie, yrði. Hann fæddist í maí 2019. Fjölmargir brugðust hart við þessum fréttum og sögðu ummælin rasísk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“