fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fókus

Ágústa Kolbrún fékk lítið í matarkörfuna fyrir 6 þúsund krónur – „Guð blessi Ísland segi ég nú bara!“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 30. nóvember 2023 12:29

Ágústu Kolbrúnu þykir miður að margir ávextir séu orðnir að lúxusvöru.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir sem hafa farið að versla í matinn nýlega hafa tekið eftir því að matarinnkaupin virðast sífellt verða dýrari og dýrari. Tengja eflaust margir við það að verða brugðið hvað upphæðin er orðin há þrátt fyrir að aðeins nokkrar nauðsynjavörur hafi verið gripnar.

Ágústa Kolbrún birti mynd af matarkörfunni sinni í vinsæla Facebook-hópnum Mæðra Tips sem í raun kjarnaði áðurnefnda upplifun og létu viðbrögð netverja ekki á sér standa. Hún gaf DV góðfúslegt leyfi til að deila áfram.

„Jæja, ég hef það ekki slæmt en 6019 krónur fyrir þetta?“ sagði hún og birti myndina hér að neðan.

Mynd/Ágústa Kolbrún

„Við erum fjögur á heimili og ég vil frekar gefa börnunum mínum ávexti heldur en snakk og þetta í millimál! Ég veit að það er kannski hægt að finna ódýrari kost í millimál en er ekki endalaus verið að væla um það hvað við eigum að borða mikið af ávöxtum og grænmeti? Tala nú ekki um þessar blessuðu mjólkurvörur.

Finnst svo þessum blessuðu ráðamönnum skrítið að við séum að fara í skítinn? Guð blessi Ísland segi ég nú bara!“ sagði Ágústa.

„Ávextir eru að verða lúxusvara“

Fjölmargar mæður hafa skrifað við færsluna síðastliðna klukkustund og taka undir með Ágústu.

„Jarðarber og bláber eru bara ekki keypt á mínu heimili nema mjög spari því þetta er svo ógeðslega dýrt,“ segir ein og önnur svarar:

„Pælum í því hvað það er sorgleg staðreynd.. ávextir eru að verða lúxusvara! Mangó, jarðarber, bláber, avókadó og svo margt fleira er orðið eitthvað sem maður tímir ekki að kaupa – og kaupir þá frekar eitthvað óhollt.“

„Sexþúsundfokkingkall fyrir nokkrar vörur! Þetta er svo mikil bilun! Og einmitt, það sem maður ætti að borða – holl fæða er svo margfalt dýrari en allar unnu matvörurnar sem er verið að reyna að troða ofan í okkur. Flest sem er til í búðarhillunum er stútfullt af aukaefnum sem við ættum ekki að innbyrða,“ segir ein.

„Ég keypti 2 smjörva og eitt góðostastykki í krónunni og það var 3600 krónur,“ segir önnur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“

Nærbuxur stjörnunnar verulega umdeildar – „Er þetta Rosa Parks?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur

Lára og lyfjaprinsinn eignuðust dóttur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“

Sex ára dóttir Diljár fékk einstaka gjöf – ,,Meyra og tárvota mamman er svo þakklát“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“

Vikan á Instagram – „Vinn í sálinni, huganum og rassinum“