fbpx
Mánudagur 11.desember 2023
Fókus

Ringulreið rétt áður en Lilja Sif steig á svið Miss Universe – „Svona á ekki að geta gerst“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 17. nóvember 2023 10:29

Lilja Sif var glæsileg í forkeppninni. Myndir/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fegurðardrottningin Lilja Sif Pétursdóttir keppti í forkeppni Miss Universe aðfaranótt fimmtudags. Hún stóð sig frábærlega og geislaði á sviðinu, en það sem áhorfendur vissu ekki er að stuttu áður en hún steig á svið var aldeilis ringulreið. Teymið sem sér um keppnina – sem fer fram í El Salvador í ár – týndi síðkjól Lilju og þurfti hún að redda öðrum kjól á síðustu stundu.

Sjá einnig: Hefur þroskast mikið sem manneskja í gegnum þetta ferli

„Lilja keppti í forkeppni Miss Universe í gær og steig á svið í þessum gyllta kjól, var landi og þjóð til sóma og rúmlega það,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland.

„En þetta er alls ekki kjóllinn sem við völdum þegar við vorum í Bandaríkjunum, sem hún ætlaði að vera í.“

Lilja Sif Pétursdóttir fyrir hönd Íslands í Miss Universe aðfaranótt fimmtudags. Mynd/Getty Images

„Nokkrum klukkutímum áður en keppnin hófst kom í ljós að það var búið að týna kjólnum hennar Lilju. Þegar hann loksins fannst eftir margra klukkutíma leit hjá staffinu, þá voru stærðarinnar svartir blettir á honum. Hann var svo illa farinn að það kom ekki til greina að hún gæti verið í honum. Kjóllinn var sendur í hreinsun og verður vonandi tilbúinn fyrir lokakvöldið á laugardaginn,“ segir Manuela.

Skjáskot/Instagram

„Lilja sendi okkur svo þessa mynd, glöð með að hafa fengið kjól lánaðan. Kjóllinn hennar er samt miklu meira hún og ég get ekki beðið eftir að sjá hana í honum á laugardaginn,“ segir Manuela og bætir við:

„Það þarf alvöru styrk til að taka svona hremmingum með jákvæðni og labba sjálfsörugg og brosandi inn á sviðið í beinnig útsendingu. Þvílík fyrirmynd sem hún Lilja er.“

Í nótt fór fram þjóðbúningakeppnin og var Lilja Sif íslenska miðnætursólin. Mynd/Getty Images

Í samtali við DV segir Manuela að kjóllinn verði frumsýndur á morgun, en engar myndir af honum muni rata á samfélagsmiðla fyrr en eftir keppni.

„Já, þetta var alveg svakalegt og lætur mann alveg hugsa, svona á ekki að geta gerst,“ segir hún.

„Þetta var forkeppnin, allir keppendurnir fengu að ganga í bæði sundfötum og síðkjól. Dómararnir velja síðan topp 20 stelpurnar og verður sá hópur tilkynntur á laugardaginn og bara þær sem komast áfram fá að keppa á lokakvöldinu. Þannig Lilja mun aðeins fá að ganga um sviðið í sínum kjól ef hún kemst áfram.“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færslurnar hér að neðan.

Keppninni verður streymt á YouTube-síðu Miss Universe aðfaranótt sunnudags, klukkan 02:00 á íslenskum tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni

Ari Bragi og Dóróthea eiga von á syni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas

Hlín söng á stórtónleikum til heiðurs Mariu Callas
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“

Dagbjört var í bíl á leiðinni í eftirpartý þegar hún fékk hugboð sem breytti lífi hennar – „Drullaðu þér heim, hvað ertu að gera?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“

Edda ætlar að læra fram í rauðan dauðann – „Hún er svo happý þetta helvíti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt

Heilsu Bruce Willis hrakar hratt
Fókus
Fyrir 3 dögum

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu

Reiði vegna miðaverðs hjá Laufey – Ticketmaster segir listamanninn ráða verðinu