fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Harry og Meghan varpa sprengju og segja að Karl hafi hunsað þau

Fókus
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 08:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan Markle, segja að breska konungshöllin hafi ekki haft samband við þau og boðið þeim í 75 ára afmæli Karls Bretaprins. Karl heldur upp á stóra daginn þann 14. nóvember næstkomandi.

Mail Online segir frá því að Karl hafi boðið til veislu sem verður haldin í Clarence house, aðsetri Karls og eiginkonu hans, Kamillu, í Lundúnum á afmælisdaginn. Nánusta fjölskylda og vinir eru sagðir hafa fengið boðskort en Harry og Meghan virðast ekki vera á gestalistanum þetta árið.

The Sunday Times greindi frá því á dögunum að Harry hafi fengið boð en ákveðið að vera frekar heima hjá sér í Kaliforníu. Talsmaður hjónanna segir við Mail Online að Harry og Meghan hafi ekki fengið boð og ekki haft hugmynd um fyrirhugaða afmælisveislu.

Haft er eftir heimildarmanni úr innsta hring að Harry og Meghan hafi ekki haft vitneskju um fyrirhugaða afmælisveislu fyrr en fréttin birtist í The Sunday Times. Heimildarmaðurinn segist þó viss um að Harry muni finna leið til að óska föður sínum til hamingju með afmælið eins og hann hefur alltaf gert þó sambandið milli þeirra feðga hafi verið stirt síðustu ár.

„Eins og fréttin var sett fram í The Sunday Times þá er eins og Harry sé að hunsa föður sinn með því að afþakka boð hans. En raunin er önnur,“ segir heimildarmaðurinn og staðfestir talsmaður hjónanna það að þau hafi ekki fengið boð.

Karl Bretakonungur.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“