fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Harry og Meghan enn og aftur sökuð um hræsni

Fókus
Þriðjudaginn 7. nóvember 2023 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins og eiginkona hans, Meghan Markle, hafa enn eina ferðina verið sökuð um hræsni vegna einkaþotudekurs þeirra.

Harry og Meghan hafa talað ítrekað fyrir nauðsyn þess að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Það breytir því ekki að hjónin ferðast ítrekað sjálf með einkaflugvélum sem bera ábyrgð á myndarlegum hluta gróðurhúsalofttegunda sem rata út í andrúmsloftið.

Nú síðast í gær ferðuðust hjónin til Las Vegas til að vera viðstödd tónleika með Katy Perry. Með í för voru Cameron Diaz, eiginmaður hennar Benji Madden og leikkonan Zoe Saldana. Einkaflugvélin er í eigu olíuerfingjans Michael Herd.

Fjölmargir hafa gagnrýnt hjónin á samfélagsmiðlum að því er fram kemur í frétt New York Post.

Angela Levin, sérfræðingur í málefnum bresku konungsfjölskyldunnar, segir í frétt The Sun að Harry sé enn verndari góðgerðasamtakanna Travalyst sem hvetja til sjálfbærra ferðalaga. Samtökin ættu með réttu að reka hann.

„Þau halda að þau séu orðin svo stór að þeim myndi aldrei detta í hug að fljúga á almennu farrými,“ segir hún.

Þess er getið í frétt The Sun að bróðir Harry, Vilhjálmur, hafi ferðast til Singapúr í gær með farþegaþotu British Airways innan um almenna borgara.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hjónin komast í fréttirnar fyrir notkun þeirra á einkaþotum. Árið 2019 kom fram hörð gagnrýni eftir að hjónin fóru í fjórar slíkar flugferðir á aðeins ellefu dögum.

Þá voru þau gagnrýnd í fyrrasumar fyrir að ferðast á einkaþotu frá Kaliforníu til Bretlands á einkaþotu í tilefni af krýningarafmæli Elísabetar Englandsdrottningar heitinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“