Vinkonurnar Stella Mekkín Sigurjónsdóttir, Hulda Höskuldsdóttir og Guðrún Jónsdóttir, sem allar eru tíu ára, fengu þá hugmynd að ganga í hús í Lindahverfi Kópavogs til að safna dósum til styrktar Rauða krossinum. Nágrannarnir tóku heldur betur vel í verkefnið og hreinsuðu til þeirra allar dósir sem til voru og í mörgum tilfellum meira en þær gátu sjálfar borið heim.
Árangur erfiðis stelpnanna skilaði þeim á endanum 3.208 dósum sem gerði þeim kleift að færa Rauða krossinum einar 63.280kr til góðra verka.
Vel gert hjá þessum duglegu og kátu stelpum!