fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Sérfræðingurinn afhjúpar „gyllta þríleik“ kynlífsins og hvernig hægt er að njóta hans betur

Fókus
Sunnudaginn 22. október 2023 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Isiah McKimmie er kynlífsfræðingur miðilsins news.com.au og svarar reglulega spurningum lesenda sem fyrir hinar ýmsu ástæður þurfa tilsögn í svefnherberginu. Að þessu sinni fékk Isiah spurningu frá konu sem finnst óþægilegt að þiggja munnmök.

„Ég er búin að vera með maka mínum í nokkra mánuði og hann hefur sagt mér að honum finnist geðveikt að veita konum munnmök. Ég hef aldrei verið með manni sem er hrifinn af þessu áður og mér finnst frekar ótrúlegt að hann vilji í alvörunni gera þetta og muni þar að auki njóta þess sjálfur. Er það í alvörunni mögulegt að mönnum finnist það æsandi að veita konum munnmök? Og þarf ég að endurgjalda greiðann?“

Heldur betur, segir Isiah í svari sínu. Munnmök geti verið ánægjuleg fyrir báða aðila, þann sem gefur og þann sem þiggur. Munnmök eru hluti af gyllta þríleik kynferðislegra athafna sem rannsóknir hafa sýnt að auki líkir á að kona fái fullnægingu í kynlífi. Ásamt munnmökum eru það innilegir og ástríðufullir kossar og að snerta kynfæri hvors annars með höndum.

„En þó þetta geti verið ánægjulegt, þá er þetta ekki fyrir alla. Kynlíf er berskjöldun. Munnmök geta falið í sér einstaklega mikla berskjöldun og berun.

Það er algengt og eðlilegt að velta því fyrir sér hvort maki þinn sé að njóta sín og vera vandræðalegur og upplifa áhyggjur af því hvernig þú lyktar, bragðast eða lítur út þarna niðri.“

Isiah segir að það sé hægt að læra að slaka á stressinu og njóta þess að þiggja munnmök.

1 Trúðu því að makanum finnist þetta æsandi

Isiah segir eðlilegt að þeir sem séu ókunnugir munnmökum, eða hafi ekki heyrt um þau rædd á jákvæðan hátt, séu hikandi. Jafnvel að fólk haldi að það hljóti að vera lygi að nokkur geti fengið eitthvað út úr því að veita þau. Hins vegar sé það gott skref að trúa maka sínum þegar hann segist njóta þess að gefa. Eins má benda á að það getur líka verið fræðandi að heyra makann lýsa því nákvæmlega hvað honum þykir heitt við að veita munnmök. Svarið gæti verið upplýsandi!

2 Sturta og skrúbba

Það getur hjálpað mörgum að slökkva á neikvæðum vangaveltum að hreinlega skella sér í sturtu fyrir munnmökin. Þetta er engan veginn nauðsynlegt, en getur komið í veg fyrir áhyggjur af lykt og bragði. Að fara í sturtu saman er líka góður forleikur og getur byggt upp spennu og nánd.

Þau sem hafa píku þurfa þó að gæta þess að fá ekki sápu á kynfærin. Píkan er sjálfhreinsandi og viðkvæm fyrir sýrustigi. Það er nóg að skola hana með volgu vatni. Ytri skapabarma má sápa með sérstökum kynfærasápum, ef fólk kærir sig um slíkt. Isiah bendir þó á að sumir hreinlega elski að finna lyktina og bragðið af þér og kæri sig ekki um að því sé skolað burt.

Eins sé hægt að skoða sleipiefni með bragði.

3 Samskipti

Það er merkilegt að þó við séum tilbúin að bókstaflega veltast um nakinn í okkar eigin svita með þeim sem við sofum hjá, þá séum við á sama tíma feimin að ræða kynlíf á opinn og hreinskilinn hátt. Með opnum samskiptum um kynlíf ertu í raun að taka stærsta skrefið í átt að betra kynlífi. Þá geturðu hreinlega sagt maka þínum hvað þér finnst gott og hvað þú kærir þig ekki um, og þá komið þið í veg fyrir misskilning, aukið þægindi og öryggi.

4 Anda inn og anda út

Þegar við erum kvíðin þá öndum við hraðar og andardráttur verður grynnri. Í kjölfarið förum við að ofhugsa. Með því að anda djúpt og rólega slökum við á, og getum þar með upplifað meiri og betri unað.

5 Losaðu þig undan pressunni

Sumt fólk með píku fær fullnægingu með munnmökum, en sumt ekki. Ekki setja þá pressu á þig að þú þurfir að kára. Reyndu heldur að slaka á og njóta ferðarinnar. Ef fullnægingin lætur sjá sig, þá er það bara bónus.

6 Æfingin skapar meistarann

Gott kynlíf er hæfileiki sem við lærum. Ekki láta það draga úr þér kjarkinn þótt þú njótir þín ekki í fyrsta skiptið. Það gæti verið að þú og makinn þurfið að læra betur um hvort annað og prófa ykkur meira áfram.

7 Þetta er ekki skiptidíll

Gott kynlíf grundvallast á öryggi, þægindum og samþykki. Ef þig langar ekki að gera eitthvað þá þarftu þess ekki. Ef makinn veitir þér munnmök þá ertu ekki komin í skuld við hann og hann ætti að sama bragði ekki að krefjast uppgjörs.

Það getur þó verið æsandi að veita maka munnmök. Bæði að sjá hvernig hann nýtur þess, hvaða hljóð hann gefur frá sér og vissan að það ert þú sem berð ábyrgð á þessu. Ef þú ert hikandi geturðu prófað að senda makann í sturtu og tryggt að aðstæður séu slíkar að þú upplifir öryggi. Tryggðu að makinn sé tilbúinn að virða það ef þú skiptir um skoðun. Fáðu hann til að gefa þér smá leiðbeiningar um hvað honum finnst gott og byrjaðu verkið hægt og mjúklega.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“