fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sérfræðingur afhjúpar spurningarnar sem þú ættir ALDREI að spyrja á fyrsta stefnumóti

Fókus
Laugardaginn 21. október 2023 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona sem þjálfar aðra í stefnumótamenningu segir að tilteknar spurningar sé stranglega bannaðar á fyrsta stefnumótinu. Þó þær séu spurðar með góðum hug séu þær ekki að fara að skila neinum gagnlegum upplýsingum og líklegar til að framkalla varnarviðbragð sem geri stefnumótið vandræðalegt. 

Devyn Simone, stefnumótaþjálfari

Einu sinni var draumur að vera með dáta og dansa fram á nótt. Núna eru dátarnir farnir og samkvæmisdans er eitthvað sem amma þín gerir á tyllidögum. Stefnumótamenningin hefur numið land á Íslandi og með tækninni komu stefnumótaforritin sem hafa gert rómantíkina áþekka umsóknarferli um nýja vinnu. Þú þarft að leggja fram ferilskrá, helst leggja fram meðmælabréf og skrifa hnitmiðað kynningarbréf þar sem þú rökstyður hvers vegna þú ert hentugur maki. Ef vel gengur er þér boðið í atvinnuviðtal, sem í þessu samhengi kallast fyrsta stefnumótið.

Þá dugar ekki að spyrja hvenær og hvernig deitið hugsaði síðast út fyrir kassann, eða hvernig þú vinnur í teymi. Hér gefst skammur tími til að sýna bestu hliðarnar án þess að vera of stífur og umfram allt þarf að spyrja réttu spurninganna, án þess þó að stefnumótið breytist í yfirheyrslu.

Þetta er ekki auðvelt og ætti í raun að vega kennt í háskóla, og kannski er það gert að vissu leyti því nú er til sérstök stétt stefnumótaþjálfara. Devyn Simone er virt á því sviði en kjörorð hennar eru: „Drekktu vatn og farði á stefnumót með fólki sem á þig skilið“.

 

Spurningin sem er stranglega bönnuð

Devyn er fastagestur í fjölmiðlum þar sem hún reynir að kenna stefnumótabuguðum almenningi hvernig þeir geta sigrað stefnumótaheiminn. Eitt mikilvægt ráð sem hún gefur skjólstæðingum sínum er að spyrja aldrei eftirfarandi spurningu:

„Hvers vegna ertu á lausu?“

Þessi spurning sé hryllileg, jafnvel þó hugurinn að baki sé góður. Spurningin geti ekki skilað neinum mikilvægum upplýsingum heldur mun líklega setja hinn aðilann í vörn.

Fólk sé einhleypt af mörgum ástæðum og stundum er saga þar að baki sem enginn með réttu viti sé tilbúinn að deila með aðila sem þau eru rétt að kynnast. Mun betra sé að spyrja:

„Hvað finnst þér best við að vera á lausu og hverju ertu að leita eftir í fari maka?“

Þessi spurning leiði í ljós hvort fólk sé á sömu síðunni og komið í veg fyrir vandræði.

 

Óþægileg og tilgangslaus spurning

Næsta spurning sem fólk ætti að forðast á stefnumótum:

„Hversu mörg stefnumót ertu búin að fara á í gegnum [stefnumótaforrit]“

Hvaða máli geti svarið skipt þig? Er það að fara að breyta einhverju ef svarið er núll, eða hundrað? Stefnumót snúast um að reyna að skapa tengingu milli tveggja einstaklinga. Slík tenging hefst á sameiginlegri reynslu, áhugamálum eða gildum. Hér sé vænlegra til árangurs að spyrja um stefnumótaforritið sem þið kynntust á og um reynsluna af því fremur en tölfræðilegar upplýsingar sem geti sett hinn aðilann í vörn. Spurningin gæti verið túlkuð með neikvæðum hætti. Að hinn aðilinn sé líklega búinn að fara á mörg vonlaus stefnumót því eitthvað er að í fari hans, eða að þú sért að spyrja því þú hafir farið á svo mörg því eitthvað er að þér.

 

Á lausu á réttum stað

Devyner líka með gott ráð fyrir konur og kvár sem eru í leit að frambærilegum karlmanni með tiltekna eiginleika.

„Vertu á lausu á réttum stað. Hugsaðu um manninn sem þú vilt. Ef þú vilt mann sem er duglegur í ræktinni. Skvísaðu þig upp og mættu í ræktina. Ef þú vilt mann sem hefur áhuga á íþróttum, skvísaðu þig upp og keyptu þér góð sæti á eftirsóttan íþróttaviðburð. Ekki kaupa lélegt sæti heldur góð sæti. Hvers vegna? Því þá ertu líklega að fara að vera ein af fáum konum eða kvárum á þessu tiltekna svæði í samanburði við fjölda karlmanna. Komdu þér í aðstæður þar sem þú hefur yfirburði.“

Og að lokum: „augnsamband, bros og vertu skemmtilegur félagsskapur.“

DailyMail greinir frá

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart