Eiginkona Christians, Vivi Torres, greindi frá þessum sorgarfregnum á Instagram en þau höfðu verið saman í ellefu ár. Christian var í hópi þekktustu vaxtaræktarmanna Brasilíu og var hann með vel á annað hundrað þúsund fylgjendur á Instagram.
Hann gekkst undir skurðaðgerð á lifur á dögunum en fékk hjartaáfall í kjölfar aðgerðarinnar og lést.
Félagi Christians segir í samtali við Generation Iron að aðgerðin hafi í raun átt að vera tiltölulega einföld en eitthvað hafi farið úrskeiðis. Læknar hafi gert sitt besta til að bjarga lífi hans en allt kom fyrir ekki.