fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Ólöf Erla og Silli sögðu já, aftur!

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 16. október 2023 11:00

Silli og Ólöf Erla Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólöf Erla Einarsdóttir, grafískur hönnuður og eigandi Svart, og Silli Geirdal, bassaleikari hljómsveitarinnar Dimmu, giftu sig á laugardag. 

Þetta var í annað sinn sem hjónin giftu sig, því þau gerðu það í fyrra skiptið á gamlársdag 2021. „Við Silli ákváðum líka að gifta okkur með stuttum fyrirvara á gamlársdag. Við vorum búin að ákveða að gifta okkur og halda veislu 14. október 2023, Silli verður fimmtugur í apríl það ár og ég verð síðan fimmtug í apríl 2024. Það var alltaf planið og við ætlum að halda plani, en við ákváðum að gifta okkur á gamlársdag ef allt færi á versta veg. Það voru bara við hjónin, börnin okkar og vitni,“ sagði Ólöf Erla í viðtali í Ljósablaðinu 2022.

Mynd: Facebook
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram

Og hjónin stóðu við dagsetninguna góðu, laugardaginn 14. október 2023. Tómas, sonur Ólafar frá fyrra sambandi, sem vantaði einn dag í 17 ára afmælisdaginn, gekk með móður sína upp á svið. Elín Reynisdóttir sá um förðun brúðarinnar. Sigurður Hólm Gunnarsson athafnastjóri hjá Siðmennt gaf hjónin saman.

Mynd: Instagram
Ólöf Erla og Elín
Mynd: Facebook

Mikið stuð var í veislunni eins og jafnan er í brúðkaupsveislum, og sérstaklega þegar tónlistarfólk giftir sig, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Jónas Sig og Stripshow sáu um að spila fyrir gesti. Ingólfur bróðir Silla og meðlimur í DIMMU sýndi töfrabrögð, en hann hefur komið fram og sýnt töfrabrögð frá unga aldri. Einnig spiluðu Ingó og vinir Silla með Dennis Dunaway úr Alice Cooper. 

Brúðhjónin og Eyþór Ingi
Mynd: Facebook
Ingó sýnir töfrabrögð
Mynd: Facebook

Spjald með borðanúmeri var í anda Tarotspilsins Elskendurnir og á því stóð:
Listin fyrst leiddi okkur saman
Líf okkar allt er nú breytt
Ástin sæl getur allt sigrað
Saman við erum nú eitt

Mynd: Facebook
Mynd: Facebook

Silli gaf eiginkonunni nýjan hring sem hann hannaði sjálfur, nöfn barna þeirra í rúnum og svartir steinar á milli.

Mynd: Instagram
Vinkona Ólafar Erla klæddist brúðarkjólnum sem hún var í þegar hún og Silli giftu sig 2021
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram

Fókus óskar hjónunum hjartanlega til hamingju með bæði brúðkaupin.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart