fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Svona notar stjörnuleikkonan Óskarsstyttuna

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 11. október 2023 10:58

Gnyneth Paltrow

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska leikkonan Gwyneth Paltrow sat fyrir svörum í vinsælum lið Vogue tímaritsins, 73 spurningar. Þættirnir fara þannig fram að þekktur einstaklingur er sóttur heim þar sem hann er spurður ólíkra spurninga, 73 talsins,  án þess að fá tíma til mikilar umhugsunar.

Í garðinum tekur myndatökumaðurinn eftir Óskarsverðlaunastyttu leikkonunnar og viðurkennir hún aðspurð að nota verðlaunin eftirsóttu sem hurðastoppara. 

„Hún virkar fullkomlega,“ segir leikkonan sem hlaut verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki árið 1998 fyrir Shakespeare in Love.

Netverjar finnst sitt um þessa notkun á styttunni, og sagði einn meðal annars „Hún er að reyna að vera töff og láta sem henni þyki styttan ekki merkileg.“

Leikkonan hefur áður greint frá því að hún hafi aldrei geymt Óskarsstyttuna á áberandi stað á heimili sínu. „Einhverra hluta vegna hefur mér aldrei liðið vel með þessi verðlaun. Mér finnst ég bara vera hálf vandræðaleg og það vekur upp undarlegar, áfallalegar tilfinningar. Þetta tengist erfiðum tíma í lífi mínu,“ sagði hún í viðtali árið 2005 við contactmusic.com. Sagði hún að í margar vikur eftir Óskarsverðlaunin hefði hún geymt styttuna í geymslunni. „Ég geymi hana aftast í bókahillunni í svefnherberginu mínu því hún fer furðulega í taugarnar á mér.“

Nýlega opnaði Paltrow sig með það í hlaðvarpi sínu, Call Her Daddy, hversu illa var tekið í þakkarræðu hennar á verðlaunahátíðinni. Sagði hún fjölmiðla hafa gagnrýnt hana fyrir að brotna saman og gráta á sviðinu.

„Ég var 26 ára. Ég grét og fólk var svo andstyggilegt yfir því og ég hugsaði bara:“ Vá, það er þessi mikla breyting sem er að eiga sér stað. Ég held að ég verði að læra að vera minna opinská, vernda sjálfa mig betur og sía út hverjir eru með mér í liði og hverjir ekki.“

Paltrow segist í kjölfarið hafa strítt við „imposter syndrome„ og hver sjálfsmynd hennar væri, þó að í dag myndi hún ekki vilja breyta neinu.

„‘Þetta var klikkað. Ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Þetta var ansi mikið álag. Ég myndi þó ekki vilja breyta neinu í dag, þetta var mögnuð upplifun, en ég þurfti að breyta ýmsu hjá sjálfri mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“