Linda Andrade er 23 ára áhrifavaldur og er þekkt fyrir að vera eiginkona milljarðamærings frá Dúbaí.
Hún sýnir frá lífi sínu á TikTok og kallar sig „the original Dubai housewife“. Hún birti nýtt myndband á dögunum og sagði að þetta hafi verið hversu mikið hún hafði „þénað“ í starfi sínu sem „eiginkona milljarðamærings.“
Í raun var þetta samantekt á hversu miklu hún eyðir á einni viku og var upphæðin ævintýralega há, rúmlega 278 milljónir krónur.
Hún verslaði skartgripi, fatnað og aðrar tískuvörur og eyddi um milljón í súkkulaði. Eiginmaðurinn gaf henni um 32 milljónir í seðlum og svo aðrar sjö milljónir til að eyða í „eitthvað skemmtilegt.“
@lionlindaa Wells fargo loves me #money #howmuchispendinaday #millionaire ♬ Habibi (Albanian Remix) – Ricky Rich & Dardan
Eyðslusemi hennar vakti mikla athygli og reiði meðal netverja.
„Þetta pirrar mig því ég er svo blankur,“ sagði einn.
„Færðu aldrei samviskubit út af verkamönnunum í Dúbaí sem fá um 60 þúsund krónur á mánuði og lifa á hrísgrjónum,“ sagði annar.
Aðrir kölluðu eyðslusemi hennar einfaldlega „ógeðslega“
Í öðru myndbandi sýnir hún hvað hún eyddi miklu á einum sólarhring.
@lionlindaa part 2?? 👀 #millionaireswife #luxury #money ♬ Habibi (Albanian Remix) – Ricky Rich & Dardan
Hér sýnir hún hvað eiginmaðurinn eyddi miklu í hana eina viku í sumar.
@lionlindaa I lost count 🙈🤑 how much?? #millionaire #husband #spoiled ♬ Habibi (Albanian Remix) – Ricky Rich & Dardan