fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Eiginkona milljarðamærings vekur reiði – Eyddi rúmlega 278 milljónum á einni viku

Fókus
Miðvikudaginn 11. október 2023 12:42

Linda og eiginmaður hennar. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Linda Andrade er 23 ára áhrifavaldur og er þekkt fyrir að vera eiginkona milljarðamærings frá Dúbaí.

Hún sýnir frá lífi sínu á TikTok og kallar sig „the original Dubai housewife“. Hún birti nýtt myndband á dögunum og sagði að þetta hafi verið hversu mikið hún hafði „þénað“ í starfi sínu sem „eiginkona milljarðamærings.“

Í raun var þetta samantekt á hversu miklu hún eyðir á einni viku og var upphæðin ævintýralega há, rúmlega 278 milljónir krónur.

Hún verslaði skartgripi, fatnað og aðrar tískuvörur og eyddi um milljón í súkkulaði. Eiginmaðurinn gaf henni um 32 milljónir í seðlum og svo aðrar sjö milljónir til að eyða í „eitthvað skemmtilegt.“

@lionlindaa Wells fargo loves me #money #howmuchispendinaday #millionaire ♬ Habibi (Albanian Remix) – Ricky Rich & Dardan

Eyðslusemi hennar vakti mikla athygli og reiði meðal netverja.

„Þetta pirrar mig því ég er svo blankur,“ sagði einn.

„Færðu aldrei samviskubit út af verkamönnunum í Dúbaí sem fá um 60 þúsund krónur á mánuði og lifa á hrísgrjónum,“ sagði annar.

Aðrir kölluðu eyðslusemi hennar einfaldlega „ógeðslega“

Í öðru myndbandi sýnir hún hvað hún eyddi miklu á einum sólarhring.

@lionlindaa part 2?? 👀 #millionaireswife #luxury #money ♬ Habibi (Albanian Remix) – Ricky Rich & Dardan

Hér sýnir hún hvað eiginmaðurinn eyddi miklu í hana eina viku í sumar.

@lionlindaa I lost count 🙈🤑 how much?? #millionaire #husband #spoiled ♬ Habibi (Albanian Remix) – Ricky Rich & Dardan

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart