fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

David Beckham greip Victoriu glóðvolga að ljúga – „Vertu hreinskilin!“

Fókus
Föstudaginn 6. október 2023 15:59

Skjáskot úr þættinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brot úr heimildaþáttunum Beckham á Netflix hefur slegið í gegn hjá áhorfendum. Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn tók eftir því að eiginkona hans, fyrrverandi kryddpían og fatahönnuðurinn Victoria, væri að fara ansi frjálslega með sannleikann.

Sjá einnig: Victoria opnar sig í fyrsta sinn um framhjáhald David Beckham

Victoria var ein fyrir framan myndavélina og var að ræða um samband hennar og David. Hún sagði að þau hafi bæði komið frá foreldrum sem lögðu hart að sér.

„Við vorum í verkamannastétt,“ sagði hún.

Á þessum tímapunkti blandaði David sér í málið: „Vertu hreinskilin!“

„Ég er að vera hreinskilin,“ sagði hún.

„Hvers konar bíl keyrði pabbi þinn?“

Victoria reyndi að veigra sér frá því að svara spurningunni en svaraði að lokum: „Rolls Royce.“

Atriðið úr þættinum hefur slegið í gegn hjá netverjum og hafa aðdáendur ekki gleymt því að af kryddpíunum þá var Victoria sú „fágaða/snobbaða“ eða „Posh Spice.“

Horfðu á það hér á neðan.

@netflix the banter in the #beckham ♬ original sound – Netflix

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart