fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

David Beckham gagnrýndur fyrir að kyssa 12 ára dóttur sína á munninn

Fókus
Mánudaginn 2. október 2023 14:00

David Beckham er ófeiminn við að sýna börnum sínum umhyggju.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnukappinn fyrrverandi David Beckham birti skemmtilegt myndband á Instagram-síðu sinni um helgina.

Á myndbandinu mátti sjá Beckham sitja á stól á meðan Harper, 12 ára dóttir hans, farðaði á honum andlitið. Feðginin voru stödd í París þar sem hin árlega og fjölsótta tískuvika hefur farið fram síðustu daga.

Í lok myndbandsins sást Beckham teygja sig fram og kyssa Harper á munninn og er óhætt að segja að skoðanir netverja á kossinum hafi verið skiptar eins og New York Post fjallar um.

„Fallegt augnablik á milli föður og dóttur en það er eitthvað rangt við að kyssa hana á munninn. Hún er ung dama í dag en ekki smábarn,“ sagði til dæmis í einni athugasemd. Fleiri tóku í svipaðan streng en flestir voru þeirrar skoðunar að ekkert athugavert væri við kossinn.

„Allar stúlkur þurfa svona föður í líf sitt,“ sagði einn á meðan annar bætti við: „Frábær faðir og góð fyrirmynd.“

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Beckham er gagnrýndur fyrir að sína börnum sínum umhyggju með þessum hætti. Árið 2020 birti Victoria Beckham myndband af David kyssa Harper, þá tíu ára, á munninn.

Beckham svaraði þeirri gagnrýni á þann veg að svona hefði hann einfaldlega verið alinn upp. „Ég kyssi öll börnin mín á munninn. Kannski ekki Brooklyn sem er 18 ára. Honum þætti það kannski skrýtið,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því