fbpx
Þriðjudagur 21.október 2025
Fókus

Kýldi fyrrverandi stílistann á rauða dreglinum

Fókus
Miðvikudaginn 25. janúar 2023 09:07

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski rapparinn og raunveruleikastjarnan Chrisean Rock lét hnefana tala á frumsýningu þáttanna Baddies West í Los Angeles í gærkvöldi.

Chrisean er hvað þekktust fyrir rappferil sinn og fyrir að koma fram í raunveruleikaþættinum Blue Girls Club, en einnig stormasamt samband hennar og rapparans Blueface. Undanfarna viku hafa þau staðið í einhvers konar stríði á samfélagsmiðlum. Chrisean tilkynnti á dögunum að hún væri ólétt og sagði að Blueface væri faðir barnsins, hann neitaði og sagði að þau væru hætt saman.

Chrisean, 22 ára, er ein af raunveruleikastjörnunum sem verður í Baddies West og olli talsverðum usla á rauða dreglinum fyrir frumsýningu.

Í myndbandi af atvikinu má sjá hana stara á einhvern rétt áður en hún sveiflar hnefanum í átt að konunni. Öryggisverðir voru fljótir að stíga inn í aðstæður og halda Chrisean frá konunni.

Netverjar voru ekki lengi að leggja saman tvo og tvo og átta sig á að umrædd kona hafi verið fyrrverandi stílisti Chrisean, en vináttu þeirra lauk fyrir einhverju síðan þó enginn viti ástæðuna.

Chrisean Rock og Blueface voru að gefa saman út nýtt lag sem kom út í nótt, og mættu í viðtal sem birtist í morgun, svo það getur verið að þetta allt saman hafi verið til að vekja athygli á laginu.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by DaBigBaby💔 (@chriseanrockbabyy)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu

Hanna Rún og Nikita lentu í 5. sæti á heimsmeistaramótinu
Fókus
Í gær

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“

Segir Jennifer Lopez hafa haldið framhjá í hjónabandi þeirra – „Þú ert vandamálið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“

„Það hlýtur að vera ódýrara að borga vökvagjöf en að hafa okkur á örorku“
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Legend of Springsteen til Íslands

The Legend of Springsteen til Íslands
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi

Mikil breyting á leikaranum – Glímir við alvarleg veikindi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Al Pacino rýfur þögnina um fráfall Diane Keaton: „Ég mun aldrei gleyma henni“

Al Pacino rýfur þögnina um fráfall Diane Keaton: „Ég mun aldrei gleyma henni“