fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fókus

Samfélagsmiðlastjarna rifjar upp kynlífsskandal föður síns sem skók heimsbyggðina

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 21. september 2023 10:08

Samsett mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsmiðlastjarnan Alix Earle rifjar upp erfitt tímabil fyrir fjölskyldu hennar þegar faðir hennar lenti í hringiðu kynlífsskandals.

Alix Earle er ein vinsælasta TikTok-stjarnan í dag og var að byrja með hlaðvarpsþáttinn Hot Mess.

Margir aðdáendur hennar vita hins vegar ekki að fjölskylda hennar var mjög fræg um tíma, en það mætti segja að orðspor Earle fjölskyldunnar hafi orðið alræmt vegna skandalsins, en fylgdarkona og þáverandi ríkisstjóri New York tengdust málinu.

Ríkisstjórinn sagði af sér í mars 2008.

Alix var gestur í hlaðvarpsþættinum Call Her Daddy í gær og rifjaði upp örlagaríkan dag árið 2008 þegar hún, og heimurinn, komst að því að faðir hennar, Thomas „TJ“ Earle, hafi haldið framhjá móður hennar með Ashley Dupré, þáverandi fylgdarkonu.

Ashley var á þessum tíma ein frægasta fylgdarkona Bandaríkjanna því nýlega hafði komist upp um samband hennar og ríkisstjórans Elliot Spitzer. Þáverandi stjórnmálamaðurinn var gripinn glóðvolgur eftir að hafa eytt andvirði 320 þúsund króna fyrir nótt með henni. Hneykslið kostaði hann starfið.

Ashley Dupré var á vörum allra landsmanna Bandaríkjanna og fjölluðu fjölmiðlar mikið um málið.

Þegar komst upp um framhjáhald föður Alix og Ashley var heimili Earle fjölskyldunnar umkringt paparazzi ljósmyndurum.

„Ég mun aldrei gleyma þessum degi. Paparazzi ljósmyndarar voru fyrir utan heimilið en mömmu tókst að koma mér og systur minni út og til ættmenna. Við vorum þarna í nokkra daga og ég hafði ekki hugmynd um hvað væri í gangi,“ segir hún í þættinum.

Alix var aðeins átta ára þegar þetta gerðist og skildi ekki af hverju fjölmiðlar væru skyndilega svona áhugasamir um fjölskyldu hennar. Hún komst þó að sannleikanum nokkrum árum seinna.

„Það var í kringum fjórða bekk, ég varð vör við umtal um okkur og átti spjaldtölvu. Ég ákvað að googla fjölskylduna mína og allt í einu sá ég að síðustu tvö árin höfðu verið lygi,“ segir hún.

@spotifypodcasts Alix Earle got vulnerable discussing her family’s past public scandal and what her blended family looks like now #callherdaddy #alixearle #alexcooper #chd #podcasts #podcast ♬ original sound – Spotify Podcasts

„Pabbi hélt framhjá með konu sem var mjög þekkt fyrir starf sitt, fyrir að sofa hjá háttsettum karlmönnum og einn af þeim var ríkisstjóri New York. Hún varð mjög fræg út af þessu máli og þess vegna varð framhjáhald pabba svona mikið stórmál í fjölmiðlum.“

Alix segir að á þessu augnabliki hafi henni liðið eins og heimurinn væri að hrynja.

Móðir Alix, Alisa, og faðir hennar, TJ, skildu og giftist hann Ashley árið 2013.

Alix ásamt föður sínum og stjúpmóður.

Samfélagsmiðlastjarnan viðurkennir að það hafi verið erfitt að vera í kringum Ashley til að byrja með.

„Mér var skipað að vera kurteis við hana og góð, en mig langaði að ráðast á hana. Þetta var svo skrýtið því mér leið eins og það væri búist við að ég, tíu ára stelpa, væri þroskaðri en einhver sem var 20 til 30 árum eldri en ég.“

TJ og Ashley eru enn gift og hafa eignast saman þrjú börn. Alix er náin stjúpmóður sinni í dag og fjölskyldan er á góðum stað.

Horfðu á þáttinn hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma

Vikan á Instagram – Ældi á miðjum tónleikum og nú mega jólin koma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“

Ólöf óttast um dóttur sína: „Ég byrjaði að kalla á hjálp strax þegar hún var sjö ára en það vildi enginn hlusta á mig eða trúa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins

Ánægð með að bróðir hennar sé líffræðilegur faðir sonarins
Fókus
Fyrir 6 dögum

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni

Djúpt snort­in yfir því að ís­lenska þjóð­in tók þátt í leit­inni
Fókus
Fyrir 6 dögum

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs

Ragnhildur segir betra að gera þetta en vera meganæs
Fókus
Fyrir 6 dögum

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga

Kommentakerfi Jerusalem Post logar eftir Eurovision-ákvörðun Íslendinga
Fókus
Fyrir 6 dögum

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því

Dagbjört deilir áhrifaríku ráði fyrir jólin en eflaust flestir ekki tilbúnir að taka því