fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Ferðabloggari gagnrýnd fyrir „einstaklega taktlaust“ myndband

Fókus
Föstudaginn 1. september 2023 17:59

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn Kat Crittenden hefur fengið að heyra það frá netverjum fyrir „einstaklega taktlaust“ myndband.

Í umræddu myndbandi er hún á strönd í Taílandi og segir við næstum 500 þúsund fylgjendur sína að þetta gætu verið þeir, ef þeir myndu bara bóka flug.

„Ég aftur, að sannfæra ykkur um að ferðast,“ skrifaði hún með myndbandinu.

„Ég meina, þetta gæti verið þú klukkan hálf sex á fimmtudagskvöldi ef þú myndir bara bóka flug! Í alvöru, komdu til Taílands. Þetta ætti að selja ykkur hugmyndina, drullist hingað.“

@kathryncritt Me again, convincing you to travel lol #travel ♬ original sound – Kat Crittenden

Kat hefur verið harðlega gagnrýnd og benda netverjar að verðbólga hefur aukist víða um heim undanfarið og að fólk hafi einfaldlega ekki efni á því að ferðast. Lausnin er ekki jafn einföld og að „kaupa bara miða.“

„Við erum hætt að kaupa egg því þau voru orðin of dýr, en nei ekkert mál. Hér kem ég til Taílands,“ sagði einn netverji.

„Ég er bókstaflega að drukkna í skuld,“ sagði annar.

„Ég er námsmaður og vinn líka en á samt erfitt með að borga leigu, en ekkert mál að kaupa yfir hundrað þúsund króna flugmiða,“ sagði einn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?