fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Merkilegur tónlistarviðburður í Svarta kassanum

Fókus
Miðvikudaginn 30. ágúst 2023 10:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 8. september næstkomandi verður frumflutt í Svarta kassanum, mennningarhúsinu Hofi á Akureyri, tónleikadagskráin Hetfield píanó prójekt. Um er að ræða ríflega 10 glænýjar útsetningar fyrir gítar og píanó þarsem mætast metal gítar rytmi og 19du aldar söngljóðapíanó, með skoti af premodernisma.

Hugmyndin stemmir frá einni flökkusögu um ævi og áhrif í lífi Jamesar Hetfields, tónsmiðs frá Downey, Kaliforníu, sem segir að á heimili píanókennara hafi hann aðeins verið hársbreidd frá því að leggja fyrir sig píanóleik, frekar en að gítar.

Fyrir þau sem eiga illt með að sætta sig við, eða skilja,multiversið, þá má alltaf benda á að auðveldast er að skilja það í gegnum val mannverunnar.

Fyrir 9 árum gömlum Hetfield blöstu við tvær mögulegar framtíðar, ein sem byggðist á því að píanóið væri valið og hin sem yrði til útfrá gítarspilinu.

Og þetta tvennt er jafn illa samræmanlegt og það á sama tíma getur ekki annað en átt leið saman, einsog tilverurnar og varíasjónirnar.

Það má sjá plan tímans sem layer í grafísku myndverki, hvert og eitt þeirra leggur áherslu á ólíkan lit eða blæ, en einungis saman verða þau að stóru og sterku heildarverki – ein og sér stæðu þau sem hálftóm og efnislítil.

Verkefnið varð til útfrá því að í sinni hreinustu eðlismynd, gætu hljóðfærin ekki gengið saman. Metal gítarinn með sínum grjótfasta, óbifanlega taktmælis réttslætti, og píanóið sem vaggar einsog öldur hafsins – lauslega tengt tunglstöðu uppá tíma en annars frjálst einsog fuglinn.

Síðan kemur í ljós að sem fullkomnar andstæður þá eigi hljóðfærin meira sameiginlegt en flest annað og úr verður fegurð sem gaman verður að fá að deila með tónleikagestum.

gímaldin útsetti fyrir píanó og gítar, Pálmi Sigurhjartarson leikur á píanó af alkunnri snilld og næmi.

Tónleikar eru sem áður segir 8. sept, klukkan 20.00 í Svarta kassanum, Hofi.

Miða má nálgast á www.mak.is og www.tix.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart