fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Fókus

Hafdís Björg og Kleini ætla að flytja til útlanda til að flýja áreitið – „Hvað væri litla samfélagið okkar án góðra slúðursagna?“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 25. ágúst 2023 10:57

Kristján Einar og Hafdís Björg Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það var eiginlega búið að setja okkur í samband áður en við vorum búin að ákveða það, það var eiginlega það óþægilega við það. Ég hefði viljað hafa smá stjórn á þessu en það gerðist sem átti að gerast og ég held við höfum höndlað það ágætlega,“ segir Hafdís Björg Kristjánsdóttir eigandi líkamsmeðferðarstofunnar Virago. 

Hafdís Björg og unnusti hennar, Kristján Einar Sigurbjörnsson, eru á forsíðu Heilsublaðs Morgunblaðsins sem kom út í dag. 

Samband þeirra vakti mikla athygli í upphafi og segjast þau takast á við athyglina á mismunandi hátt, meðan Hafdís Björg segist ritskoða allt sem hún segir og gerir, segir Kristján Einar: „Í mínu tilfelli truflar það mig mjög takmarkað, því sama hvað maður segir eða gerir þá mun fólk alltaf hafa mismunandi skoðanir þar sem ég er opinber manneskja og hvað væri litla samfélagið okkar án góðra slúðursagna?“

Parið er virkt á samfélagsmiðlum, en Kristján Einar tilkynnti þó fyrir nokkru síðan að hann hygðist taka sér alfarið frí frá samfélagsmiðlum. Þann 29. júlí síðastliðinn setti hann færslu á samfélagsmiðla þar sem hann sagði: 

„Til þess að ná sínum markmiðum og koma sér á þann stað sem manni dreymir um þá má ekkert trufla hugann. Ég var með stór plön en svo kynntist ég þér og plönin með þér urðu betri og stærri. Sem sagði mér að eg þyrfti meiri FOCUS! Því draumurinn skal rætast. Social Media tekur frá mér 2-3 klukkustundir á dag, það eru klukkustundir sem ég gæti verið að nýta í að vinna í átt að draumnum. Og það er það sem eg ætla að gera! Næstu 6 mánuðir til 1 ár fara í 100% harða vinnu og focus og á meðan þeim tíma stendur verð ég ekki á Social Media á neinu tagi. Núna skrái ég mig út því grind mode er komið í gang. Það verður ekki hægt að ná á mér, sjáumst.“

Sjá einnig: Kleini hefur tekið stóra ákvörðun

Fríið varði ekki lengi, því Hafdís Björg hélt áfram á samfélagsmiðlum og birtir hún oft myndir og myndbönd sem Kristján Einar er í og er hann taggaður þegar færslurnar eru birtar. Parið segir við Morgunblaðið að það íhugi nú að sameina samfélagsmiðla sína.

„Við erum saman mestmegnis af tímanum þar sem við erum komin í rekstur saman og rekum stórt heimili. Við höfum meira að segja rætt að sameina samfélagsmiðlana okkar til þess að auðvelda samstörfin og reksturinn í gegnum þá, og þar að auki er líka hugsunin að það myndi minnka óumbeðið áreiti um helming teljum við,“ segir Hafdís Björg. 

Ferðast í húsbíl og hlaða batteríin

Parið stofnaði nýlega rekstur saman, húsbílaleigu, en einnig á Hafdís Björg og rekur meðferðarstofuna Virago. 

Sjá einnig: Kleini stofnar fyrirtæki – Hyggst leigja út litla húsbíla

Parið segist hugsa best um andlegu hliðina og hlaða batteríin með því að fara tvö ein í ferð á húsbíl. 

„Við förum til að kúpla okkur aðeins út og tökum ekki símana með. Við erum með leynisíma sem strákarnir eru bara með númerið í ef eitthvað er, fjölskyldan getur alltaf náð í okkur,“ segir Hafdís Björg við Morgunblaðið. „Við erum líka komin með þá reglu að ef við förum til útlanda eða í frí þá skiljum við símann eftir heima. Þeir eru alveg takmarkaðir fyrir utan kannski myndavélina. Við viljum vera saman þegar við erum saman,“ segir Kristján Einar.

Parið segist ætla að vera flutt út að ári, og stefna þau á Danmörku eða Ítalíu, og segja þau ástæðuna að þar séu tækifærin fleiri og áreitið minna.  „Þar eru miklu fleiri tækifæri í því sem við viljum gera,“ segir Kristján Einar. Erlendis segjast þau hafa fundið fyrir meiri friði og upplifað hvernig það er að hverfa í fjöldann. 

Viðtalið við parið má lesa í heild sinni í Heilsublaði Morgunblaðsins sem kom út í dag. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“

Háklassa vændiskona fékk 650 þúsund krónur fyrir fjögurra tíma vinnu – „Ég myndi aldrei mæla með þessu starfi fyrir einhvern“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King

Hin raunverulega Martha úr Baby Reindeer hótar Stephen King