fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Frænka Línu Birgittu missti aleiguna í brunanum – „Ég hef aldrei heyrt hana jafn eyðilagða“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. ágúst 2023 10:05

Lína Birgitta. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan og áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir opnar sig um brunann við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði á sunnudaginn. Frænka hennar, Gunnhildur Rut Arnarsdóttir, missti aleiguna í brunanum og var það ótrúlegri hetjudáð móður hennar að þakka að hún og kærasti hennar komust heil út úr húsinu.

„Frænka mín, sem er ein af mínum bestu vinkonum, átti heima í húsinu þar sem bruninn var. Það brann gjörsamlega allt,“ segir hún í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Spjallið.

Lína rifjar upp augnablikið þegar hún komst að eldsvoðanum. „Þetta var þannig, þið vitið að ég fylgist ekki með fréttum, ef það er eitthvað sem ég þarf að vita þá er hringt í mig eða sent á mig eða látið mig vita,“ segir hún.

Hún segir vin sinn hafa hringt í sig og sagt henni frá því að hús frænku hennar stæði í ljósum logum. Hún segir að hún hafi skoðað fjölmiðla og séð á myndunum að umrætt hús væri hús Gunnhildar og hafi þá hringt í hana.

„Ég hef aldrei heyrt hana jafn eyðilagða […] Eins og þið heyrið þá á ég erfitt með að tala um þetta. Það er allt farið. Og að heyra manneskju sem mér þykir svona vænt um í áfalli og búin að missa gjörsamlega allt,“ segir Lína Birgitta.

Sjá einnig: Systir Sögu B. missti aleiguna í brunanum á Hvaleyrarbraut – Stolt af hetjudáð móður sinnar

„Talandi um að vera rétt manneskja á réttum stað á réttum tíma“

Lína fer yfir atburðarrásina og lýsir því hvernig móðir Gunnhildar, Guðrún Gerður Guðbjörnsdóttir, bjargaði lífi hennar og kærasta hennar en RÚV tók viðtal við Guðrúnu Gerði um afrek hennar.

„Talandi um að vera rétt manneskja á réttum stað á réttum tíma. Þetta er galið stelpur. Við erum að tala um það að þetta var í Hafnarfirði og mamma hennar býr í Hafnarfirði og var að keyra heim til sín, og sá reyk. Hún hringdi og hringdi í dóttur sína, sem svaraði ekki því hún var steinsofandi.

Þannig hún keyrði að húsinu, sem stóð í ljósum logum, klifraði upp á þak og reyndi að brjótast inn og náði einhvern veginn að komast inn og var þarna að hamast á glugganum. Hún náði að vekja þau […] og þau komust út.“

Húsnæðið við Hvaleyrarbraut var atvinnuhúsnæði sem var leigt út sem ósamþykkt íbúðarhúsnæði og þess veggna ekki hægt að tryggja húsnæðið. Gunnhildur missti því aleiguna í brunanum og fær það ekki bætt.

„Það er svo margt sárt við þetta. Þetta er skelfilegt og ég get ekki ímyndað mér hvað hún er að ganga í gegnum. Sem betur fer er hún með gott fólk [í kringum sig],“ segir Lína og vekur athygli á söfnun sem vinir og fjölskylda Gunnhildar hafa sett af stað til að hlaupa undir bagga með henni.

Reikningsnúmer: 0545-26-001246

Kennitala: 210491-2449

Hlustaðu á þáttinn hér að neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart