fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Hjón breiða út boðskapinn um swing – Segja að manneskjur séu ekki gerðar fyrir einkvæni

Fókus
Mánudaginn 21. ágúst 2023 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gage og Olivia Masterson eru bresk hjón rétt yfir þrítugt og hafa verið saman síðan á unglingsárunum. Fyrir fimm árum byrjuðu þau að stunda kynlíf með öðru fólki með fullu samþykki hvort annars. Segja þau að þetta hafi stórbætt hjónaband þeirra og ástarlífið blómstri sem aldrei fyrr.

Metro greinir frá þessu. Þessi hamingjusömu hjón staðhæfa að manneskjan sé ekki gerð fyrir einkvæni. Það sem varð til þess að þau fóru inn í swing-lífsstílinn fyrir fimm árum var að Olivia trúði Gage fyrir því að hún hefði kynferðislega löngun til kvenna. Uppfrá þessu fóru hjónin að prófa sig áfram í kynferðislegum samskiptum við annað fólk með fullri vitund og samþykki beggja.

„Ég held að mannfólkið sé ekki gert fyrir einkvæni. Að hitta einhvern, giftast viðkomandi og sofa bara með þessari manneskju það sem eftir er ævinnar, það virðist ekki ganga upp. Olivia og ég erum svo sannarlega í tilfinningalegu einkvænissambandi en hjónaband okkar hefur náð nýjum hæðum eftir að við byrjuðum að sofa með öðru fólki fyrir fimm árum,“ segir Gage í viðtali við Metro.

„Þetta byrjaði allt með því þegar Olivia sagði að hún gæti hugsað sér að sofa með konu og viðurkenndi að hún hefði prófað það áður en við byrjuðum saman,“ segir hann ennfremur.

„Með þessu samtali fór boltinn að rúlla því tilhugsunin um Oliviu með annarri konu var mér mjög að skapi. Við fórum að leita að síðum þar sem fólk og pör hittist í þessum tilgangi og við fundum partý sem við gátum farið í. Við vorum auðvitað taugaóstyrk í fyrstu en þó má segja að við höfum strax fallið kylliflöt fyrir lífsstílnum.“

Hjónin brenna svo fyrir swing-lífsstílnum að þau hafa stofnað fyrirtækið Swinghub, en það er vettvangur þeirra til að veita fólki ráðgjöf sem vill kynnast þessum lífsstíl og samskiptaapp sem gerir fólki áhugasömu um að prófa swing tækifæri til að kynnast.

„Það rann upp fyrir okkur að það að sofa með öðru fólki gerði kynlíf okkar sem pars ennþá betra og það gerði okkur nánari.“

Í greininni segir að fyrir flesta sé það mjög undarleg tilhugsun að deila maka sínum með þessum hætti. Gage og Olivia segja hins vegar að lykillinn að vel heppnuðu swingi sé að vera opin við maka sinn og koma sér saman um mörk í þessum samskiptum sem báðum líður vel með.

Gage segir: „Í gegnum þetta allt höfum við passað vel upp á við bæði séum sátt með það sem er í gangi og okkur líði vel með þetta.“ Hann segir að opin tjáskipti séu  nauðsynleg ef þetta á að ganga upp.

„Við Olivia erum gift, við höfum byggt upp líf okkar saman og við elskum hvort annað mjög mikið. Það er ekki það sama og að laðast kynferðislega að einhverjum.“

Gage og Olivia koma mikið fram í fjölmiðlum og ræða um lífsstílinn. Markmið þeirra er að swing verði almennt og útbreitt á meðal hjóna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart