fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Tekjur áhrifavalda 2022: Birgitta Líf og Gummi Kíró á toppnum

Fókus
Fimmtudaginn 17. ágúst 2023 12:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldarnir Birgitta Líf Björnsdóttir og Guðmundur Birkir Pálmason voru langtekjuhæstu áhrifavaldarnir í fyrra.

Hvorugt þeirra starfar aðeins við samfélagsmiðla. Birgitta Líf er markaðstjóri World Class og var áður eigandi Bankastræti Club.

Guðmundur Birkir, eða Gummi Kíró eins og hann er kallaður, er kírópraktor og eigandi Kírópraktorstöðvar Reykjavíkur. Í september næstkomandi mun stofa hans sameinast stofu Vignis Þórs Bollasonar, Líf Kírópraktík.

Gummi Kíró og Birgitta Líf. Myndir/Instagram

Gummi Kíró hefur einnig reynt fyrir sér í öðrum fyrirtækjarekstri. Hann stofnaði merkið Moxen Eyewear sumarið 2022 ásamt unnustu sinni, Línu Birgittu Sigurðardóttur. Í maí stofnaði hann fatamerkið Autumn Clothing RVK og fór fyrsta nærbuxnalínan í sölu.

Mánaðartekjur Gumma Kíró hækkuðu milli ára. Árið 2021 voru 1.084.097 kr. að meðaltali og árið 2022 voru þær 1.386.679 kr. að meðaltali.

Mánaðartekjur Birgittu Lífar lækkuðu aðeins. Árið 2021 voru þær 1.223.989 kr. og árið 2022 voru þær 1.198.910 kr.

Camilla Rut. Skjáskot/Instagram

Camilla Rut Rúnarsdóttir

Camilla Rut hefur lengi verið vinsæll áhrifavaldur með dyggan fylgjendahóp. Hún hefur verið í umfangsmiklu samstarfi við fyrirtæki á borð við L‘Oreal og Beautyklúbbinn.

Hún stofnaði eigið fatafyrirtæki árið 2021, Camy Collections, og gaf út sína fyrstu fatalínu undir merkinu í mars í fyrra. Í maí síðastliðnum varð hún annar eigandi verslunarinnar MTK.

Tekjur Camillu hækkuðu um 30 prósent á milli ára. Hún var með 300.640 kr. í mánaðarlaun árið 2021 en 393.175 kr. í fyrra miðað við greitt útsvar 2022.

Vítalía Lazareva. Mynd/Anton Brink

Vítalía Lazareva

Auk þess að vera vinsæl á samfélagsmiðlum starfaði Vítalía hjá apótekum Lyfju. Hún einbeitir sér nú að bakstri og er með fyrirtækið VL-bakstur. 

Tekjur hennar lækkuðu um 57 prósent milli ára. Hún var með 412.920 kr. í mánaðarlaun árið 2021 en 176.320 kr. árið 2022.

Lína Birgitta og Sólrún Diego. Mynd/Instagram

Sólrún Diego

Þrifglaði áhrifavaldurinn Sólrún Diego er ein vinsælasta samfélagsmiðlastjarna landsins og hefur haldið þeim titli í þó nokkur ár. Hún hefur skrifað tvær bækur um þrif og skipulag og þar að auki gefið út skipulagsdagbók.

Hún er með rúmlega 45 þúsund fylgjendur á Instagram, auglýsir ýmsar vörur á miðlinum og er reglulega í stærri samstörfum við ýmis fyrirtæki. Hún heldur einnig úti vinsælu hlaðvarpi – Spjallið – ásamt vinkonum sínum, Línu Birgittu Sigurðardóttur og Gurrý Jónsdóttur.

Mánaðarlaun hennar árið 2022 miðað við greitt útsvar voru 473.905 kr. Þau lækkuðu aðeins milli ára, um 50 þúsund krónur á mánuði.

Lína Birgitta Sigurðardóttir

Lína Birgitta hefur rekið fatafyrirtækið Define The Line í árabil. Hún opnaði rými fyrir atvinnurekendur – „business pad“ – ásamt unnusta sínum, Gumma Kíró, í fyrra.

Miðað við greitt útsvar á síðasta ári má ætla að mánaðarlegar tekjur Línu Birgittu séu 356.204 kr. Til samanburðar var hún með 413.720 kr. í tekjur árið 2021.

Þórunn Ívarsdóttir og Alexsandra Bernharð. Skjáskot/Instagram @thorunnivars

Þórunn Ívarsdóttir

Þórunn Ívars hefur lengi verið á samfélagsmiðlum og er með rúmlega 13 þúsund fylgjendur á Instagram. Hún var áður með hlaðvarpið Þokan ásamt Alexsöndru Bernharð, en göngu þáttanna lauk eftir vinslit.

Þórunn er eigandi barnavöruverslunarinnar Valhneta, en verslunin starfar einnig sem dreifingaraðili.

Hún lækkaði um 77 prósent í launum milli ára. Miðað við greitt útsvar 2022 var hún með 138.117 kr. á mánuði en 602.583 kr. í laun á mánuði árið 2021.

Alexsandra Bernharð Guðmundsdóttir

Eins og fyrr segir stjórnaði Alexsandra hlaðvarpinu Þokan um tíma en sagði skilið við þann kafla í mars í fyrra. Hún er markaðs- og viðskiptastjóri veitingastaðarins Hjá Höllu.

Hún á tvö börn og eignaðist yngri son sinn í nóvember 2021.

Alexsandra hækkar talsvert í launum milli ára, um 268 prósent. Mánaðarlaun Alexsöndru voru 158.420 kr. árið 2021 en 583.732 kr. árið 2022.

Þorsteinn V. Einarsson.

Þorsteinn V. Einarsson

Kynjafræðingurinn Þorsteinn heldur úti vinsæla hlaðvarpinu Karlmennskan. Hann býður einnig upp á femíníska fræðslu og fyrirlestra.

Tekjur hans vöktu mikla athygli í fyrra en miðað við greitt útsvar 2021 var hann með 1.314.431 kr. í mánaðarlaun. Hann tjáði sig um málið á sínum tíma og sagði þetta ekki rétt og að tekjur hans hafi verið ofáætlaðar.

Árið 2022 var hann með 502.850 kr. í mánaðarlaun.

Helgi Ómarsson
Mynd: Instagram

Helgi Ómarsson

Helgi er enginn nýgræðingur í heimi samfélagsmiðla. Hann er áhrifavaldur, hlaðvarpsstjórnandi, ljósmyndari og bloggari á Trendnet.

Miðað við greitt útsvar 2022 var hann með 488.918 kr. í laun á mánuði.

Um er að ræða útsvar hvers og eins og eru mánaðarlaun reiknuð út frá því. Upphæðirnar þurfa því ekki að endurspegla föst laun viðkomandi og til að mynda er sleppt skattfrjálsum dagpeningum, bílastyrkjum og greiðslum í lífeyrissjóði. Gögnin eru opinber fyrir fjölmiðla hjá Skattinum þessa dagana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart