fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Kynhvötin farin og tólin að safna ryki? Svona gætirðu kynt aftur undir lendunum samkvæmt sérfræðingnum

Fókus
Miðvikudaginn 9. ágúst 2023 21:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eru öll ljós kveikt en enginn heima í nærfötunum þínum? Er lárétta limbóið orðið svo fjarlægt hugtak að þú varla manst hvernig það fer fram? Eða er eina bólfimin sem þú stundar að leggjast til svefns og vakna aftur að morgni?

Þá gæti kynlífssérfræðingurinn Tracey Cox verið með svarið fyrir þig. Tracey er kannski komin á sjötugsaldurinn en hún þekkir kynlíf út og inn, og svo aftur út, svo inn, svo út – þið fattið hvert þetta er að fara.

Tracey fjallar í nýjasta pistli sínum hjá DailyMail um kynhvöt í andarslitrunum.

„Hvers vegna er ég ekki í stuði fyrir kynlíf – Er spurningin sem ég fæ hvað oftast frá konum og þannig hefur það alltaf verið síðan ég fór að skrifa um kynlíf og sambönd fyrir áratugum síðan.“

Konur furði sig á því að vera ekki til í tuskið lengur og að þeim kvíði jafnvel fyrir því að maki þeirra leiti á þær. Tracey segir að það sé algengt að konur missi löngunina í langtímasambandi á undan karlmönnum. Það sé ekki sökum þess að kynhvötin minnki heldur út af leiðindum. Konur þurfi meiri spennu heldur en karlmenn, enda fá þær sjaldnar fullnægingu sem að sama bragði hvetur þær ekki beint áfram ef þetta eru alltaf bara fastir liðir eins og venjulega í auglýsingahléinu áður en fréttatíminn á RÚV byrjar á mánudögum og miðvikudögum með einum auka umgangi á tyllidögum.

Samkvæmt Tracey eru ástæðurnar þó fleiri. Tracey segir gott að nálgast þetta málefni frá þeim grunni að kynlíf kvenna sé ákveðinn pakkadíll, en út frá þeirri hugmynd hefur hún búið til fjögurra þrepa plan til að kveikja aftur á kynverunni.

Fyrsta skref – Vertu skýr um hvað þér mislíkar við kynlíf

Samkvæmt Tracey eiga konur það til að henda út almennum fullyrðingum til maka sinna á borð við – Ég hef ekki áhuga á kynlífi. Ekkert nánar farið í þá sálmanna og ekki boðið upp á umræður. Þetta gangi nú ekki – það þurfi að finna út hvað það er sem veldur. Er þetta óöryggi eftir að líkaminn tók breytingum? Eru þetta viðbrögð við því að makinn sé stöðugt með kynferðislegar athugasemdir eða reyni á hverju einasta kvöldi að plata þig úr buxunum?

Þetta þurfi að hugsa um því ef hægt er að festa fingur á hvað það er sem veldur, þá sé hægt að greiða úr þeim vanda. Til dæmis að biðja makann um að slaka á og leyfa þér að koma til hans til tilbreytingar. Að biðja um að kynlífið eigi sér stað í myrkri, eða að haft sé fyrir því að kveikja á kertum og kveikja á tónlist. Kannski er þetta hreinlega spurning um að makinn taki sér lengri tíma eða sé tilbúinn að veita snertingu og nánd án þess að hafa væntingar um að það leiði til samfara.

Er þetta spurning um þreytu? Þá er hægt að ríða á morgnanna. Er þetta spurning um að þú fáir aldrei fullnægingu? Þá er hægt að grípa í verkfærakistuna og kippa því í liðinn.

Hvað er til ráða? – Útbúðu lista yfir allt sem þér mislíkar í kynlífi. Taktu þér þinn tíma og ekki hætta fyrr en þú ert búin að fara yfir allt það helsta sem gæti komið í veg fyrir að þú njótir þín með makanum.

Annað skref – Er það eitthvað við kynlíf sem þú gætir enn notið?

Tracey biður fólk að velta því fyrir sér hvort það sé eitthvað við kynlíf sem það geti ímyndað sér að gera, ef það þyrfti. Þetta þurfi ekki að vísa í samfarir heldur t.d. kossar, káf, kúr og almennt að vera náinn með maka sínum.

Hún segist gjarnan spyrja konur hvers vegna þær haldi ekki áfram að stunda það sem þeim finnst í góðu lagi hvað nándina varðar og sleppi því sem þeim langar ekki að gera. Þá svari konur því gjarnan að það sé ekki í myndinni þar sem makinn líti á kynlíf sem aðeins samfarir. Allt annað geti ekki talist kynlíf.

„Ef karlmenn gætu bara áttað sig á þessum einfalda dæmi að ef þeir hættu láta allt kynlífið snúast um samfarir – þá væru fleiri konur til í tuskið.

Fullt af konum njóta einhverra hluta kynlífs, t.d. X eða Y en eru ekki til í Z. En þar sem þær vita að Z – samfarir – þurfa alltaf að vera hluti af dæminu, þá forðast þær kynlíf alfarið.“

Hvað er til ráða? – Nú skaltu skrifa niður lista um allt kynlífstengt sem þér líkaði áður og gæti líkað enn. Það er í fínu lagi að skrifa niður atriði sem varða eftirmálann (e. aftercare) ef til dæmis þér finnist gott að kúra eftir kynlíf. Allt er þetta hluti af kynlífsreynslunni.

Þriðja skref – Hannaðu hið fullkomna kynlíf

Með listunum sem þú skrifaðir í fyrri skrefunum geturðu nú hannað þína fullkomnu kynlífsreynslu. Þetta er gert með því að taka listan yfir það sem þér mislíkar – og finna lausnir.

„T.d. hann fer frá núll upp í hundrað alltof hratt. Lausnin: ef hann eyðir meiri tíma í forleik þá myndi ég njóta mín betur.“

Varðandi listan um það sem þér líkar sé gott að hugsa til sjálfsfróunar – stundarðu hana enn og hvað hugsarðu um á meðan. Gæti makinn hjálpað þér? Ef þú verður gröð við lestur erótískra bóka – er hægt að nota það í forleiknum? Ef leikarinn Henry Cavill kveikir í þér – er hægt að nota það, og svo framvegis og framvegis. Hér er ætlunin að hugsa í lausnum – hvernig er hægt að forðast það sem þér mislíkar og setja alla áhersluna á það sem hjálpar þér að komast þangað sem þú vilt fara.

Hvað er til ráða: Nú ertu búin að taka saman helling af góðum upplýsingum og ættir að hafa góða hugmynd um hvað þú vilt minna og meira af.

Fjórða skref – Útskýrðu þetta allt fyrir makanum

Nú er það eina sem er eftir að taka þessa rannsókn þína og kynna niðurstöðurnar fyrir makanum. Það gæti verið pínlegt ef þið talið vanalega ekki opinskátt um kynlífið en þetta er fljótt að venjast. Mögulega á makinn hreinlega eftir að vera í skýjunum með samtalið – því þar ertu að láta hann vita að þú vilt eiga í nánu samneyti við hann og ert að reyna að hugsa í lausnum.

Saman ættuð þið svo vonandi að geta nýtt þetta allt til að blása lífi í gamlar glæður og ríða saman í átt að sólsetrinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld

Fyrsti jólasveinninn kemur til byggða í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið

Mömmuáhrifavaldur sætir rannsókn eftir fjölda ábendinga um vanrækslu – Myndbandið sem gerði útslagið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“