fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Fókus

Katla og Haukur orðin hjón – „Ég er búin að gráta svo mikið, ég er svo hamingjusöm“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 16. júlí 2023 13:00

Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katla Hreiðarsdóttir hönnuður og eigandi Systur&Makar og Haukur Unnar Þorkelsson giftu sig í gær. Hjónin eiga saman tvo unga syni. Brúðkaupið var einstaklega veglegt og vel undirbúið hjá hjónunum með aðstoð vina og vandamanna. Katla sem er virk og athafnasöm eins og fylgjendur hafa tekið eftir hefur líklega toppað sjálfa sig í skipulagi og óhætt er að segja að brúðkaup ársins hafi verið haldið í gær!

Katla er virk á samfélagsmiðlum og mjög opin með daglegt líf sitt, hefur hún undanfarnar vikur leyft fylgjendum sínum að fylgjast með undirbúningnum fyrir stóra daginn. Því er þó rétt að halda til haga að hjónin voru að gifta sig í annað sinn, en þau giftu sig 16. júlí 2021 hjá sýslumanni og lofuðu veislu síðar. Og eins og sjá má af myndum stóðu þau rækilega við loforðið!

Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram

Katla sagði á föstudag að hún væri þakklát öllum sem hjálpuðu við undirbúninginn. „Ég er svo þakklát. Ég er krónísk væluskjóða, það er bara komið til að vera. Þetta er veisla bara, þetta er ruglað. Það er ekkert mikið meira sem við getum gert, þetta er allt fríking perfekt. Þó eitthvað klikki þá er það bara allt í góðu, I Don´t Care. Þetta er svo flott fólk. Ég er svolítið þreytt. Ég er ekki búin að vera stressuð neitt allan tímann, ekkert kvíðin, bara hafa gaman af þessum undirbúningi. Það er svo stórt hluti af þessu, þetta prepp, græja og gera. Vesenast með öllu mínu fólki og ég er þakklát fyrir það.“

Mynd: Instagram

Bjarni Snæbjörnsson leikari og athafnastjóri hjá Siðmennt gaf hjónin saman og var jafnframt veislustjóri. „Hann er fallegur og eins og konfektmoli, svo er hann svo sætur, He´s Gonna Outshine Me That Bitch,“ sagði Katla eftir að hafa hitt hann á föstudag og farið yfir ferlið. 

„Þetta er pakki, þetta eru miklir peningar og rosa mikill tími og „effort hjá mörgum sem koma að og hjálpa okkur og koma og vera með okkur, þetta er ekki eðlilega mikið vesen og í ljósi sem að við eigum veislusal hefðum við getað haft þetta einfaldara, en það er ekki eins gaman. Núna sé ég að allt er að smella og það getur ekkert klikkað, ekki nema tjaldið fjúki sem er ólíklegt það er búið að smekkfylla það af dóti.“

Íris Björk hjá Beautybox kom heim og sá um förðun Kötlu, tengdamóður hennar og fleiri.  Hárbeitt sá um hár Kötlu. Blómdís og Jóndís sáu um brúðarvöndinn og skreytingar í veislunni. Unnur Magna ljósmyndari sá um að mynda stóra daginn. Hringarnir komu frá Breka.

Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram

Í dag er Katla vöknuð alsæl með gærdaginn. „Hvað gekk á hér í gær, ég er búin að gráta svo mikið, ég er svo hamingjusöm, þetta var fullkomnasti dagur í heiminum. Ég er óstjórnlega þunn ég er með ægilegan hausverk,“ segir Katla og hlær. 

Mynd: Instagram

„Þetta var fullkomið, athöfnin var frábær, Bjarni er frábær ég elska manninn hann er svo skemmtilegur og fyndinn. Það komu hestar sem Haukur gerði surprise, við riðum á hestum niður í tjaldið. Omg hvað þetta var frábært, omg hvað var gaman, omg hvað ég skemmti mér vel.“

Mynd: Instagram

Mikið magn mynda frá stóra deginum má finna á samfélagsmiðlum Systur og makar. Við birtum hér brot af því besta.

Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Mynd: Instagram
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja

Óvænt heimsókn til ömmu slær í gegn meðal netverja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu

Söngkonan Xenna syngur lög Taylor Swift í Hörpu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“

Kristbjörg opnar sig: „Ég veit að margir eiga erfitt eða hafa stundum átt erfitt með það sama“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“

Bragi Valdimar varpar fram tilllögum að nýju nafni fyrir „Singles Day“