Tara Sif Birgisdóttir fasteignasali á fasteignasölunni Lind og dansari var gæsuð af vinkonum sínum um helgina. Tara Sif og Elfar Elí Schweitz Jakobsson lögmaður giftu sig með sælgætishringum í Las Vegas í Bandaríkjunum í maí í fyrra og greindu frá í september. Lofuðu þau þá að halda veislu síðar, sem nú virðist stefna í.
Sjá einnig: Tara Sif og Elfar Elí létu pússa sig saman í Vegas
„Á bleikasta skýinu eftir skemmtilegasta dag lífs míns. Ég er alltof heppin með konurnar mínar!!! ELSKA YKKUR,“ segir Tara Sif í færslu á Instagram.
View this post on Instagram
Eins og sjá má var þema gæsapartýsins Tara air, en Tara Sif starfaði sem flugfreyja hjá WOW air og var andlit fyrirtækisins í auglýsingum þess. Tara Sif skipti þrisvar um fatnað þennan skemmtilega dag og einn þeirra var í stíl við goðsagnakenndan heilgalla Britney frá árinu 2000 í myndbandi lagsins Oops!…I Did It Again.
Tara Sif hefur getið sér gott orð sem dansari og danskennari um árabil og nýtur einnig vinsælda á Instagram. Hún er annar stofnandi SoFestive, fyrirtæki sem sérhæfir sig í verkefna- og viðburðarstjórnun.
Elfar Elí fór á skeljarnar í byrjun árs 2022 á Kistufelli í sólsetrinu.
View this post on Instagram