Bandaríska leikkonan og grínistinn Amy Poehler virðist vera stödd á Íslandi. Stórstjarnan birti myndband frá þekktum ferðamannastöðum á Tiktok-síðu sinni þar sem hálf milljón manna fylgir henni. Vísir greindi fyrst frá.
Á myndskeiðinu má sjá myndir frá Bláa Lóninu, Skólavörðustíg og Geysi og en stjarnan sjálf birtist þó ekki í myndskeiðinu. Það virðist þó falla vel í kramið hjá aðdáendum hennar sem segjast gjarnan vilja heimsækja landið, nú eða heimsækja Ísland aftur!
Poehler var um árabil hluti af Saturday Night Live-þáttunum en hennar þekktasta hlutverk er þó hin óþolandi Leslie Knope í sjónvarpsþáttaröðinni Parks and Recreation.