fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

„Myndi mér mistakast ef ég leyfði mér að vera ég sjálf?“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 3. júlí 2023 13:00

Mynd: Skjáskot Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Valgerður Guðsteinsdóttir atvinnumaður í hnefaleikum skrifaði í gær einlæga færslu á Instagram um valdeflingu og birti með myndir af sér nakinni að ofan. Segir Valgerður að hún hafi viljað fara út fyrir þægindarammann, hún hræðist ekki að vera hún sjálf og sé stolt af sjálfri sér.

„Síðasta ár hefur verið litað augnablikum, atburðum og persónulegum vexti, sem hefur hjálpað mér í að losa mig undan gömlum áföllum, takmarkandi viðhorfi, þörfinni á að vera mjúk og losa mig frá þessari byrði sem ég hef sett á sjálfa mig. 

Myndi mér mistakast ef ég leyfði mér að vera ég sjálf? Hrædd við að taka upp pláss. Hrædd við að eiga hluti skilið. Hrædd við að sjást. Of sein. Of gömul. Ég hef verið hrædd um að vera of mikið, of lítið, of öðruvísi, of skrítin. Verið hrædd við að segja já. 

Ég vil þakka líkama mínum sem hefur komið mér í gegnum svo margt, mótaður af ástríðu minni fyrir hnefaleikum og skrokkur sem er enn að verða sterkari og hraðari. Ég er á réttri leið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart