fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Sér ekki eftir því að hafa farið frá deyjandi eiginmanni sínum

Fókus
Sunnudaginn 2. júlí 2023 19:00

Yana Fry.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yana Fry, 40 ára, segir að hún sjái ekki eftir því að hafa farið frá deyjandi eiginmanni sínum og útskýrir af hverju hún hafi tekið þá ákvörðun að skilja við hann, fimm árum eftir að hann greindist með krabbamein.

Fry er lífsþjálfi (e. life coach) frá Pétursborg í Rússlandi, búsett í Singapúr. Þegar hún lítur yfir farinn veg óskar hún þess að hún hafi ekki gengið í hjónaband fyrir þrítugt. Hún giftist fyrrverandi eiginmanni sínum þegar hún var 22 ára, hann var 37 ára. Hún opnar sig um málið í viðtali hjá DailyMail.

„Ég hugsaði ekki almennilega út í þetta áður en ég gifti mig. Mér finnst eins og konur ættu ekki að gifta sig fyrr en þær eru þrítugar. Við höfum ekki hugmynd um hverjar við erum og hvers konar maki er góður fyrir okkur,“ segir hún.

Mynd/DM

Veröldin hrundi

Fry og eiginmaður hennar voru ástfangin og dreymdi um að stofna fjölskyldu saman. En veröld þeirra hrundi þegar hann var greindur með krabbamein í eistum, aðeins þremur mánuðum eftir brúðkaupið.

„Við gátum ekki hugsað um framtíðina. Hvernig planar maður framtíðina sem nýgift hjón þegar þið eruð að glíma við eitthvað eins og krabbamein?“

Hún segir að þáverandi eiginmaður hennar hafi dvalið í sjálfsvorkunn næstu árin og það hafi haft mikil áhrif á hana.

„Þegar fólk veikist alvarlega þá bregst það annað hvort við með því að drukkna í sjálfsvorkunn eða með því að hafa áhyggjur af fólkinu í kringum sig,“ segir hún.

Einmana með ekkert stuðningsnet

Á þessum tíma bjuggu þau í New York. „Ég var að læra ensku á þessum tíma. Ég átti enga vini eða ættingja nálægt mér. Ég var einangruð og með ekkert stuðningsnet,“ segir hún.

Hún segir að enginn hafi athugað hvernig henni hafi liðið og hvernig hún væri að takast á við krabbameinsgreiningu eiginmanns síns.

„Við fórum til fullt af læknum. Enginn bauð mér hjálp. Enginn spurði mig: „Þarftu stuðningsnet? Ertu að fá faglega aðstoð?“

Yana Fry.

Varð að bjarga sjálfri sér

Fry segir að hún hafi ekki hugsað um að fara frá honum fyrr en fimm árum eftir greiningu.

„En mér fannst ég ekki geta sagt neitt. Þegar einhver er að deyja við hliðina á þér, þá líður þér eins og þú getur ekki talað um eigin líðan því þú berð hana saman við þeirra líðan,“ segir hún.

Allt breyttist þegar vinkona Fry tók eigið líf. „Þetta var fyrsta jarðarförin mín og á þessum tíma sá ég allt í einu sjálfsvíg sem möguleika til að komast út úr þessum aðstæðum, ég var á mjög slæmum stað,“ segir hún.

„Það var þá augljóst, ef ég myndi ekki bjarga sjálfri mér þá myndi ég deyja.“

Fry tók ákvörðun um að skilja við eiginmann sinn. „Ég get ekki sagt að hann hafi verið ánægður með þetta, en það er skiljanlegt. En það sem var erfiðara voru viðbrögð samfélagsins, ég átti ekki von á þeim. Fólk sendi mér ógeðsleg skilaboð.“

Þrátt fyrir að vera skilin fór hún enn með fyrrverandi eiginmanni sínum í læknisheimsóknir. Síðan flutti hún til Singapúr og fyrrverandi eiginmaður hennar giftist annarri konu tveimur árum seinna.

Komst að andláti hans á Facebook

Fry komst að andláti fyrrverandi eiginmanns síns í gegnum Facebook. „Fyrstu viðbrögð mín voru: Þú hlýtur að vera að grínast. Einhver myndi hringja í mig og segja mér að hann væri dáinn. En enginn gerði það,“ segir hún.

„Ég fór til sálfræðings í mörg ár til að læra að ég sé ekki ömurleg manneskja fyrir að hafa tekið ákvörðunina sem ég tók. Ég er svo ánægð að hann hafi gift sig aftur og ég vona að þau hafi átt fallegt líf saman.“

Fry fann einnig ástina á ný. Hún er stjúpmóðir og vonast til að eignast sjálf börn einn daginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart