Fjölmennt var á Glastonbury tónlistarhátíðinni síðustu helgi þar sem stórstjörnur stigu á svið og skemmtu hátíðargestum.
Margir gestanna huga vel að hverju skal klæðast og voru helstu tískuunnendur Bretlands áberandi á svæðinu. Fyrirsætan Mia Reagan, kærasta Romeo Beckham, Lila Moss og Stella Jones voru allar klæddar í íslenska hönnun frá 66°Norður.
Lila er dóttir fyrirsætunnar heimsþekktu Kate Moss og hefur fetað í fótspor móður sinnar, og Stella er dóttir Mike Jones gítarleikara og annars stofnenda hljómsveitarinnar The Clash.
66°Norður hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskum útihátíðum og því er gaman að sjá útivistarfatnaðinn íslenska bregða sér út fyrir landsteinana á erlendum hátíðum, en Glastonburyhátíðin er ein sú stærsta sem haldin er í Evrópu, en rúmlega 200 hundruð þúsund sóttu hátíðina í ár.
Lila er klædd í Garðari jakka og Stella í Snæfell jakka og Kríu flísvesti og taka þær sig báðar vel út í íslensku hönnuninni sem og Mia sem er klædd í Dyngju flísfatnað.