fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Breskar stjörnur klæddust íslenskri hönnun á Glastonbury

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 28. júní 2023 16:04

Stella og Lila

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmennt var á Glastonbury tónlistarhátíðinni síðustu helgi þar sem stórstjörnur stigu á svið og skemmtu hátíðargestum.
Margir gestanna huga vel að hverju skal klæðast og voru helstu tískuunnendur Bretlands áberandi á svæðinu. Fyrirsætan Mia Reagan, kærasta Romeo Beckham, Lila Moss og Stella Jones voru allar klæddar í íslenska hönnun frá 66°Norður.
Lila er dóttir fyrirsætunnar heimsþekktu Kate Moss og hefur fetað í fótspor móður sinnar, og Stella er dóttir Mike Jones gítarleikara og annars stofnenda hljómsveitarinnar The Clash.
66°Norður hefur verið órjúfanlegur hluti af íslenskum útihátíðum og því er gaman að sjá útivistarfatnaðinn íslenska bregða sér út fyrir landsteinana á erlendum hátíðum, en Glastonburyhátíðin er ein sú stærsta sem haldin er í Evrópu, en rúmlega 200 hundruð þúsund sóttu hátíðina í ár.
Lila er klædd í Garðari jakka og Stella í Snæfell jakka og Kríu flísvesti og taka þær sig báðar vel út í íslensku hönnuninni sem og Mia sem er klædd í Dyngju flísfatnað.
 
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart