Stjörnuveðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi Stormur eins og landsmenn þekkja hann, er að selja íbúð sína á Völlunum í Hafnarfirði. Vísir greinir frá.
Íbúðin er rúmgóð og björt, fjögurra herbergja og í góðu lyftuhúsi ásamt bílastæði í bílakjallara við Eskivelli 5.
Gott aðgengi í íbúð og sameign, hannað með tilliti til hjólastólaaðgengis.
Íbúðin er 115,6 fermetrar að stærð, þar af er 6,6, fermetra sérgeymsla í sameign.
Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.