fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Kiwanishreyfingin styrkir Bergið 

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 6. maí 2023 09:10

Fv. Tómas Sveinsson f.v umdæmisstóri, Sigurþóra Bergsdóttir frá Berginu, Pétur Jökull Hákonarsson umdæmisstjóri 2022-2023, og Hjalti Úrsus Árnason, formaður K-dagsnefndar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær komu fulltrúar Kiwanishreyfingarinnar saman hjá Berginu, sem er staðsett við Suðurgötu 10 í Reykjavík, og var tilefnið að veita styrk að upphæð 4 milljónum króna sem er hluti afrakstur af söfnuninni Lykill að lífi sem fór fram á síðasta ári. Það var Hjalti Úrsus Árnason, formaður K-dagsnefndar, sem afhenti styrkinn og þakkaði hann m.a. Forseta Íslands, heilbrigðisráðherra og landsmönnum öllum fyrir þátttökuna og stuðning við söfnunina. Það var síðan Sigurþóra Bergsdóttir sem veitti  styrknum viðtöku og þakkaði Kiwanishreyfingunni fyrir frábæran stuðning sem kæmi sér vel í því starfi sem Bergið innir af hendi.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Bergið stuðnings- og ráðgjafarsetur (headspace) fyrir ungt fólk á forsendum ungs fólks. Ekki þarf tilvísun eða greiningu, það eina sem þarf er að langa til að ræða við einhvern. Ráðgjöfin í Berginu er ókeypis. Bergið er til staðar sama hvað fólk vill ræða. Enginn vandamál eru of stór í Berginu. Hægt er að skrá sig í þjónustu á bergid.is en einnig er hægt að hringja eða senda tölvupóst og er fjarþjónustu í boði ef óskað er.

Bergið hefur verið opið í þrjú og hálft ár og á þeim tíma hafa 1300 ungmenni fengið þjónustu. Hópurinn sem komið hefur í Bergið er fjölbreyttur og á öllum skólastigum, í vinnu eða utan vinnumarkaðar. Ástæðurnar fyrir því að ungmenni koma í Bergið eru margvíslegar. Sumir koma til að ræða samskipti við vini eða fjölskyldu, aðrir til að fá aðstoð við atvinnuleit eða skólaval. Vanlíðan í daglegu lífi er algeng ástæða þess að ungmenni leita í Bergið og svo eru ungmenni sem leita til okksar sem vilja vinna úr ofbeldi og áföllum.Hvað sem býr að baki þá eru öll velkomin í Bergið.

Hér má hlusta á kynningu í Síðdegisútvarpi Rásar 2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“