AC/DC, hinni goðsagnakenndu hljómsveit, sem á mest seldu rokkplötu allra tíma, Back In Black, og hátt í 200 milljón plötur seldar um heim allan á rúmlega 40 ára ferli, verður gert hátt undir á á Græna hattinum, 26. maí næstkomandi.
Ástæða þess að talið er í á þessum tímapunkti er sú að hlaðvarpið Alltaf sama platan þar sem þáttarstjórnendurnir Smári Tarfur og Birkir Fjalar fjalla um eina plötu sveitarinnar í hverjum þætti hefur runnið sitt skeið og því ber að fagna með rokkmessu.
Á rokkmessunni fá aðdáendur sveitarinnar að heyra lög eins og Back in black, Thunderstruck, You Shook Me All Night Long, Highway to Hell, Hells Bells, Let There Be Rock og fleiri stórsmelli. Það er valinn maður í hverju rúmi í þessari mögnuðu messu en hljómsveitina skipa þaulvanir og þéttir íslenskir rokkarar sem hafa gert garðinn frægan í ekki ómerkari sveitum eins og Ham, DIMMU, Dr. Spock, Vintage Caravan, 13 og Ensími.
Einn þeirra er Flosi Þorgeirsson, sem mun leika á bassa. „Ekki eðlilega skemmtilegt að spila þessi lög. Að stökkva frá gítarnum á bassann er nokkurn veginn eins og að fara af fólksbíl yfir á stóra rútu. Maður þarf að gæta sín enda er skaðinn mun meiri ef maður klessir á. Bassinn í þessum lögum er ekki flókinn en afar mikilvægur. Hann keyrir þetta áfram ásamt trommunum. Bassagítarinn er áhugavert hljóðfæri. Maður getur hamrað á einn streng allt lagið en það er samt gaman því krafturinn í þessu instrúmenti er svo gífurlegur.“
ROKKMESSU SVEITIN:
Söngur: Stebbi Jak
Söngur: Dagur Sig
Gítar / bakrödd: Óskar Logi Ágústsson
Gítar / bakrödd: Franz Gunnarsson
Bassi / bakrödd: Flosi Þorgeirsson
Trommur: Hallur Ingólfsson
HVAÐ: AC/DC ROKKMESSA
HVAR: REYKJAVÍK OG AKUREYRI
HVENÆR: HÚRRA 6. MAÍ & GRÆNI HATTURINN 26. MAÍ
KLUKKAN: HÚS OPNA KL. 20:00. ROKKMESSUR HEFJAST KL. 21:00
MIÐASALA: FORSALA HJÁ MIDIX.IS. EINNIG SELT VIÐ HURÐ EF EKKI VERÐUR UPPSELT.
FORSÖLU HLEKKUR: https://www.midix.is/is//eid/74/group/1
FACEBOOK VIÐBURÐUR REYKJAVÍK: https://fb.me/e/1cKuUc6iR
FACEBOOK VIÐBURÐUR AKUREYRI: https://fb.me/e/5AZWZTz1z