fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Barstóll af Kaffibarnum orðinn að ilmi sumarsins

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. maí 2023 11:57

Systkinin Jónsi, Sigurrós, Ingibjörg og Lilja Birgisbörn

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Systkinin í Fischersundi kynna í dag nýjan og nýstárlegan ilm. Gamall barstóll af hinum vinsæla Kaffinar er orðinn að ilmolíu. 

Hvað fangar betur hjarta djammsins en gamall barstóll af Kaffibarnum? Marineraður í bjór, tárum, sleikum og djúsí trúnóum.

Ilmurinn Korter í Fimm er innblásinn af augnabliki ringulreiðar og gleði sem á sér stað þegar þú gengur út af myrkum sveittum bar út í ferskan og bjartan sumarmorgun.

Til þess að fanga þessa kunnuglegu tilfinningu fengu systkinin að gjöf lúinn stól frá Kaffibarnum, Trjáprýði sá um að kurla hann í öreindir og þá tók Hraundís.is við sem eimaði hann niður í olíu. Þessi ilmolía er nú í ilminum okkar Korter í Fimm sem útskýrir af hverju hann kemur í takmörkuðu upplagi.

Ekki missa af þessum einstaka ilmi sem frumsýndur verður í dag, fimmtudaginn 4. maí í Fischersundi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart