Systkinin í Fischersundi kynna í dag nýjan og nýstárlegan ilm. Gamall barstóll af hinum vinsæla Kaffinar er orðinn að ilmolíu.
„Hvað fangar betur hjarta djammsins en gamall barstóll af Kaffibarnum? Marineraður í bjór, tárum, sleikum og djúsí trúnóum.
Ilmurinn Korter í Fimm er innblásinn af augnabliki ringulreiðar og gleði sem á sér stað þegar þú gengur út af myrkum sveittum bar út í ferskan og bjartan sumarmorgun.“
Til þess að fanga þessa kunnuglegu tilfinningu fengu systkinin að gjöf lúinn stól frá Kaffibarnum, Trjáprýði sá um að kurla hann í öreindir og þá tók Hraundís.is við sem eimaði hann niður í olíu. Þessi ilmolía er nú í ilminum okkar Korter í Fimm sem útskýrir af hverju hann kemur í takmörkuðu upplagi.
Ekki missa af þessum einstaka ilmi sem frumsýndur verður í dag, fimmtudaginn 4. maí í Fischersundi.