fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Spennandi tímar fram undan hjá Camillu Rut

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 3. maí 2023 12:52

Camilla Rut. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn og athafnakonan Camilla Rut Rúnarsdóttir er orðin annar eigandi MTK.

MTK, eða MuffinTopKiller, er íslenskt fyrirtæki sem framleiðir kvenfatnað. Fyrirtækið var stofnað árið 2012 af Theodóru Elísabetu Smáradóttur.

Camilla stofnaði fatafyrirtækið CamyCollections í fyrra og naut fatalínan Gyðjan mikilla vinsælda. Nú tekur við nýtt ævintýri hjá Camillu sem greinir frá tíðindunum á Instagram.

„Með stolti kynni ég mig inn sem annan eiganda MTK.

MTK er fatamerki sem ég hef lengi dást af, verslað og stutt við.

Ég hef dáðst af Theodóru meðeiganda mínum í hönnun og rekstri MTK í gegnum tíðina svo ég er afar spennt fyrir því að koma að rekstri merkisins með henni. @mtk_shapewear sérhæfir sig í fatnaði sem styður við, gefur þægindi innan klæða sem og utan, 360° simply leggings og body shaper buxurnar sem við vitum öll að hefur verið ómissandi í fataskápinn minn í gegnum tíðina.

Allt eru þetta vörur sem styðja við fatnaðinn hjá @camycollections og allt sem er framundan hjá henni líka því þykir mér afar spennandi að fá að koma að því að reka MTK samhliða Camy og gera eitt stórt fataskápapartý úr þessu öllu saman.“

Það verður opnunarteiti MTK á morgun, fimmtudag, í verslun þeirra í Hlíðasmára 4 frá 18:00 til 20:00.

„Þar sem við skálum saman fyrir öllum stóru skrefunum, lyftum hvorri annarri upp & bjóðum uppá 20% afslátt af öllu MTK,“ segir hún.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by CAMY (@camillarut)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024

Best klæddu stjörnurnar á Met Gala 2024
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn

Ragnhildur segir þetta vera stórkostlega ofmetið fyrir fitutap – Gerðu þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra

Einar Ágúst þurfti að endurskoða líf sitt eftir að hafa greinst með alvarleg veikindi í fyrra
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“

„Ég hugsaði um að draga mig út þegar stríðið á Gaza braust út en á sama tíma vildi ég taka pláss og nota röddina mína“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni

Alexandra Helga og Gylfi eiga von á öðru barni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar

Svona líta svíturnar í skemmtiferðaskipunum út – Skópússun og einkabrytar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar

Sjónvarpssería um ævintýralegan feril Jósafats Arngrímssonar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“

Katrín og Vilhjálmur að „ganga í gegnum helvíti“