Aðdáendur söng- og leikkonunnar Jennifer Lopez voru mjög spenntir þegar þeir sáu að yngri systir hennar birti mynd af systrunum saman á samfélagsmiðlum.
Lynda Lopez, 51 árs, er blaðamaður og rithöfundur. Hún er tveimur árum yngri en stjörnusystir sín og starfar sem fréttakona í sjónvarpi og útvarpi.
Systurnar mættu saman í Met Gala eftirpartý á vegum Stellu McCartney á mánudagskvöldið og birti Lynda skemmtilega mynd frá kvöldinu.
Myndin hefur vakið mikla athygli en systurnar birta sjaldan myndir af sér saman. Þær eru samt sem áður nánar og góðar vinkonur sem og systur.
View this post on Instagram