Hvað er skemmtilegra en að geta fyglst með krummapari í beinni útsendingu koma upp ungum sínum? Líklega fátt. BYKO hefur svarað þessu ákalli og býður nú upp á beint streymi af laup sem krummapar, sem hafa fengið nöfnin Hrefna og Hrafn, hafa komið sér upp á Selfossi. Útsendingin er í gangi allan sólarhringinn. Sem stendur má sjá annað þeirra, mögulega Hrefnu en blaðamaður vill þó ekki álykta neitt um hvernig krummarnir skipta með sér verkum, sitja í laupnum og við og við grípa eitthvað kusk með gogginum til að gera betur við sig enda nauðsynlegt að hafa hlýtt í laupnum nú þegar sumarið hefur svikið okkur Íslendinga með óvægum hætti.
Þetta er ekki nýmæli hjá BYKO sem hefur í gegnum árið gefið landsmönnum færi á að fylgjast með krummum koma ungum sínum á legg, enda virðist BYKO á Selfossi vera vinsæll varpstaður, nema að á ferðinni sé kannski alltaf sama parið.
Beina streymið má nálgast hér.