fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Ása Steinars týndi dróna fyrir 8 mánuðum – Svo fékk hún óvænt skilaboð

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. apríl 2023 11:21

Aðsend mynd/Ása Steinars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ferðaljósmyndarinn og samfélagsmiðlastjarnan Ása Steinarsdóttir týndi dróna í ágúst í fyrra. Eftir að hafa leitað að honum án árangurs gafst hún upp og beit í það súra epli um að myndefni frá öllu sumrinu væri einnig út í veður og vind. Það kom henni því á óvart þegar myndatökumaðurinn Patrick hafði samband við hana í síðustu viku og sagðist hafa fundið drónann, um átta mánuðum eftir að hann týndist. Minniskortaði virkaði ennþá en með því að nota það tókst Patrick að hafa uppi á eiganda drónans.

Aðsend mynd/Ása Steinars

Atvinnudrónaflugmaður

Ása býr til efni fyrir samfélagsmiðla og er einn stærsti áhrifavaldur Íslands. Hún er með yfir 762 þúsund fylgjendur á Instagram og samtals 1,4 milljón fylgjendur á samfélagsmiðlum.

Hún er atvinnudrónaflugmaður og hefur meðal annars verið í samstarfi við stór drónafyrirtæki erlendis.

Sjá einnig: Myndbönd Ásu fá margar milljónir í áhorf – „Maður er náttúrulega alltaf á ferð og flugi um landið“

Aðsend mynd/Ása Steinars

Bjóst aldrei við að fá drónann aftur

„Þetta var ansi skemmtileg uppákoma,“ segir Ása í samtali við DV um ævintýri drónans.

„Ég bjóst aldrei við því að fá þennan dróna aftur í hendurnar eða efnið. Þessi strákur hafði samband við mig og spurði hvort að ég hefði týnt dróna. Ég sagði við hann: „Já, síðastliðinn ágúst“ og hann sagðist telja sig hafa fundið hann.“

Umræddur maður er Patrick og kallar sig @Noflikvids á Instagram.

Ása segir að Patrick hafi farið í gegnum allt myndefnið á minniskorti drónans, sem blessunarlega virkaði ennþá þrátt fyrir að það hafði snjóað og rignt á drónann í marga mánuði.

Aðsend mynd/Ása Steinars

„Hann fann nokkrar klippur af mér og reyndi að komast að því hver ég væri til að geta fundið réttan eiganda. Hann er sjálfur videographer þannig hann áttaði sig á hversu mikilvægt þetta efni gæti verið fyrir einhvern,“ segir hún.

Ása deildi sögunni af týnda drónanum á Instagram í vikunni og birti nokkur myndskeið sem fundust á minniskorti tryllitækisins, en það var um 250 GB af efni á kortinu. Hún segir að það hafi verið skemmtilegt að fara í gegnum minningar frá síðasta sumri.

Færslan hefur slegið í gegn á miðlinum með rúmlega 290 þúsund likes. Sjáðu myndbandið hér að neðan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna

Ástæðan fyrir að Friends eru enn vinsælir 20 árum eftir lok þáttanna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“

„Pabbarnir eru nánast algjörlega fjarverandi“