fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fókus

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að henni var skipt út í Friends

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 24. apríl 2023 14:59

Jennifer Grey í hlutverki Mindy í Friends.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Jennifer Grey lék Mindy í fyrstu þáttaröð í Friends en önnur leikkona fór með hlutverkið í næstu þáttaröð. Hún útskýrir ástæðuna í samtali við MediaVillage.

Jennifer Grey var ein skærasta stjarna níunda og tíunda áratugarins. Hún sló í gegn í Dirty Dancing árið 1987 og Ferris Bueller‘s Day Off árinu áður.

Árið 1995 fór hún með gestahlutverk í Friends – í fyrstu þáttröð, þætti 20 – sem Mindy, gömlu bestu vinkonu Rachel Green (Jennifer Aniston). Þegar kom að því að leika Mindy aftur í annarri þáttaröð hafnaði Jennifer boðinu og leikkonan Jana Marie Hupp tók við keflinu.

Grey segir að hún hafi verið mikill aðdáandi Friends en upplifun hennar á tökustað hafi orðið til þess að hún hafi neitað að koma aftur.

„Þegar ég lék í þættinum var ég svo kvíðin því þau voru alltaf að breyta handritinu. Það er mjög erfitt að vera í gestahlutverki því þú ert ekki hluti af hópnum og ert að reyna að átta þig á þessu öllu,“ sagði hún við MediaVillage.

Grey lék ekki Mindy aftur í annarri þáttröð.

„Þetta var alltaf að breytast og gerði mig svo stressaða að ég gat varla gert þetta.“

Leikkonan segir að frammistöðukvíðinn hafi orðið til þess að hún hafi hafnað boðinu um að leika Mindy í annarri þáttaröð og einnig að stjórna Saturday Night Live á svipuðum tíma. Hún viðurkennir að það geri hana leiða að vita til þess að hún hafi hafnað þessum tilboðum vegna kvíðans síns en á þeim tíma fékk hún ekki aðstoðina sem hún þurfti.

Í dag er hún á mikið betri stað og hefur lært inn á kvíðann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?

Hulin ráðgáta hvenær Jay-Z og Beyoncé byrjuðu saman – Var upphafið óviðeigandi?
Fókus
Í gær

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum

Dóri DNA selur glæsilega íbúð í Skerjafirðinum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“

Jay-Z neitar að hafa nauðgað 13 ára barni – „Ég mun ekki gefa þér krónu með gati“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“

Fitness áhrifavaldur tók æfingu í miðju flugi – „Hún ber enga virðingu fyrir öðrum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“

Hildur Líf fann sig aftur eftir erfiðan skilnað og blómstraði – „Ég tók áhættu að segja skilið við fyrra líf mitt fyrir frelsi og öryggi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“

Íslendingar nefna jólakvikmyndirnar sínar – „Árið 2010 horfði ég á hana og var þá að bíða eftir því að dóttir mín fæddist, sem hún svo gerði á aðfangadag“