fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Kjötætan Ævar svaf ekkert í nokkra daga eftir að nautgripirnir hans fóru í sláturhúsið

Fókus
Fimmtudaginn 9. mars 2023 14:30

Ævar Austfjörð

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævar Austfjörð, bóndi og kjötiðnaðarmaður, segir að hann finni til með dýrunum sem hann slátrar og lætur slátra. Ævar var gestur í þættinum Spjallið með Frosta Logasyni á hlaðvarpsveitunni Brotkast, þar sagði hann að ólíkt grænkerum sem aðhyllast vegan lífstíl þá líti hann á dauða dýra sem nauðsynlegan hluta lífsins. Ef taka þurfi vítamín þá sé það merki um að fæðan sé ekki nógu góð.

Ævar hefur verið áberandi í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum síðustu ár sem talsmaður kjötneyslu og „carnivore“ mataræði þar sem hann borðar nær eingöngu kjöt í öll mál. Hann er nú fluttur í sveit ásamt eiginkonu sinni og farinn að rækta eigin gripi eftir umhverfisvænni leið með minni aðkomu tækja.

„Ég er talsmaður þess að fólk borði meira af kjöti en það gerir og alls ekki að draga úr því. Það er mín reynsla og vísindi sýna að gott kjöt er ekki skaðleg heilsu fólks á neinn einasta hátt,“ sagði Ævar.

Svaf ekki eftir djöfulgang í tuddunum

„Ég er að drepa dýrin mín,“ sagði Ævar við Frosta þegar hann lýsti þegar bíll frá sláturhúsi kom að sækja sex naut til hans síðasta haust. „Mínir gripir voru þannig að ég gat kallað á þá,“ sagði hann. „Þeir vita að þegar þetta kall kemur þá er ég að fara að gefa þeim nýtt hey, nýtt svæði eða bygg. Bygg úr Brothers Brewery í Vestmannaeyjum sem ég breyti í kjöt í stað þess að láta urða það, er það ekki umhverfisvænt?“

Það var komið kvöld þegar sláturhúsbíllinn bakkaði að bragganum þar sem gripirnir eru geymdir á veturna, bílstjórinn var búinn að vera á vakt frá því um morguninn og gekk hart fram. „Tveir tuddarnir brutust út og ég náði ekki öðrum þeirra, ég lærði það að næst þá stýri ég ferðinni. Ég vil ekki að það sé einhver djöfulgangur og læti. Ég vil að dýrin mín fari róleg frá mér,“ sagði hann. „Mér leið mjög illa, ég svaf ekkert í tvær eða þrjár nætur eftir þetta.“

Kjúklingatilraun tók á

Ævar var með átta svín sem hann fór með sjálfur í sláturhús. „Þau létu ekki plata sig upp á kerruna. Ég skildi á endanum eitt eftir sem ég slátraði sjálfur heima,“ segir hann. Þegar komið var í sláturhúsið horfðu svínin sjö á hann þögul. „Mér fannst það bara mjög vont.“

Það var ekki eins erfitt fyrir Ævar að láta slátra kjúklingum. „Ég tengdi ekki við það. Ég slátraði svo sjálfur tuttugu öndum heima. Fyrir tveimur árum gerði ég líka kjúklingatilraun heima, 25 fuglar sem ég slátraði sjálfur. Þetta tekur allt saman á. Mér er ekkert alveg sama, ég vil ekki að dýrin finni til.“

Flestir hætta á vegan fæði innan árs

Frosti benti á að þetta væri sama taugin og vegan fólk hefur gagnvart dýrum, Ævar horfi hins vegar á þetta sem hluta af lífinu. „Og nauðsynlegt,“ bætti Ævar við. „Við viljum ekki bara komast af á einhverju fæði sem flestir þola ekki til lengdar. Færir og þekktir sálfræðingar hafa verið að benda á stúdíur, þar sem segir að 85 prósent fólks hætti á vegan fæði innan árs og lýsir því yfir að það sé vegna heilsunnar. Kannski getur þú eitthvað lagað til í veganfæðinu til að þetta skáni. Landlæknir segir að þú verðir að taka vítamín, ég segi að ef þú verður að taka vítamín þá er fæðið þitt ekki nógu gott.“

Hér má sjá brot úr viðtalinu við Ævar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga

Lítt þekkt ættartengsl: Sjónvarpskonan sem gustar af og foringi lögfræðinga
Fókus
Í gær

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?

Klípan sem allir Íslendingar lenda í – Á að gefa þjórfé eða ekki?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra