fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Greip kærastann glóðvolgan í nærbuxum af stjúpmóðurinni – „Öskraði eins og ég hafði aldrei öskrað áður“

Fókus
Fimmtudaginn 2. mars 2023 19:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jess O’Connor úr þáttunum Married af First Sight, hefur opnað sig á TikTok um hreint ömurleg sambandsslit sem hún átti með fyrrverandi kærasta sem fór heldur betur á bak við hana.

„Okey, hér er sagan um það hvað átti sér stað milli fyrrverandi og stjúpmóður minnar,“ sagði Jess en umrætt atvik átti sér stað fyrir rúmum fimm árum síðan.

„Svo ég hafði verið í sambandi í fjögur ár og stjúpmamma mín hafði verið stjúpmóðir mín í um 25 ár svo hún hafði verið í lífi mínu frekar lengi.“

Hún lýsir því að hún og þáverandi kærasti hennar hafi gert sér dagamun og farið út að borða og ákveðið í kjölfarið að gista heima hjá föður hennar og stjúpmóður.

Jess vaknaði þó um nóttina og veitti því eftirtekt að kærastinn lá ekki við hliðina á henni.

„Ég fór niður til að sjá hvar hann væri. Hann var á sófanum með teppið yfir sér og ég hugsaði – Hver djöfullinn?“

Jess hafi gengið inn í stofuna og séð þar tvö tóm kampavínsglös og tvo farsíma.

„Svo sá ég fötin hans á gólfinu. Svo ég fór aftur að honum og kippti af honum teppinu. Hann reyndi að klæða sig í flýti svo hann hífði upp nærbuxurnar hennar, svo hann var í fjandans blúndunærbuxum af henni.“

Jess brást við þessu með því að „öskra eins og ég hef aldrei öskrað áður.“

En við það vakti hún föður sinn og stjúpmóður.

Jess segir að stjúpmóðir hennar hafi reynt að verja sig og haldið því fram að kærasti Jess hlyti að hafa gripið vitlausar nærbuxur úr þvottakörfunni.

Það þýddi þó ekkert því á stofuborðinu mátti sjá handaför í rykinu sem gáfu til kynna að þar hefðu tvær manneskjur verið að „athafna“ sig.

Ekki ætti það að vekja furðu að í kjölfarið sagði hún kærastanum upp og faðir hennar sagði stjúpmóður hennar upp. Atvikið sat þó eftir í Jess og þurfti hún að leita sér sálfræðiaðstoðar.

„Ég þurfti að fara til sálfræðings og svona… því ég varð svo tæp á geði. Ég tók upp sjálfsvígsskilaboð á síman minn. Ég þurfti að taka mér frí úr vinnunni. Það tók mig langan tíma að komast yfir þetta. Þess vegna hef ég verið einhleyp í fimm ár.“

 

@jesspotter_xx Replying to @social&realityTV investigation for everyone asking about the story of why im single…here u go…#mafsuk #marriedatfirstsight #marriedatfirstsightuk #mafs22 #fy #fyp #cheating #cheatingex ♬ original sound – Jessica Anne

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“

Skothelt vetrarráð: „Framrúðan mun þiðna miklu hraðar“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart

Hefur búið á Íslandi í 5 ár en það er eitt sem kemur henni alltaf á óvart