fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

„Óvissan sem fylgir því að stíga fyrstu skrefin út í „eðlilegt líf“ eftir neyslu eru erfið“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 19. febrúar 2023 19:46

Inga Hrönn og Tinna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tinna Guðrún Barkardóttir og Inga Hrönn Jónsdóttir ræða um bilið sem myndast eftir meðferð og þar til fólk kemst í endurhæfingu eða þar til það getur hreinlega hafið eðlilegt líf, ef hægt er að segja sem svo, hvað tekur við og hvað grípur fólk, ef eitthvað, í nýjasta þætti hlaðvarpsins Sterk saman.

Miðað við atburði og umræðu síðastliðinna daga í samfélaginu er þessi umræða í raun enn mikilvægari en ella. Fjöldi fólks missti heimili sitt í bruna á áfangaheimili, ef áfangaheimili skal kalla. Það úrræði eða gistiheimili öllu heldur kemur til tals í þættinum, ásamt öðrum. Það þarf ótal margt að breytast í kerfinu, hugsanahætti og afstöðu ráðamanna í málum jaðarsettra svo þessir hlutir lagist og fólk fái mannúðlega meðferð.

Inga Hrönn hefur reynslu af því að vera heimilislaus, á langa neyslusögu en hefur verið í bata frá vímuefnavanda í tvö ár.

Ræða þær að eins og staðan er í dag og hefur verið lengi grípur kerfið ekki einstaklinga sem vilja ná bata, hefja nýtt líf og verða virkir þátttakendur í samfélaginu. Fólk klárar meðferð þar sem það er í hálfgerðum bómull, þar eru ákveðnir svefn- og matartímar þar sem maturinn er settur fyrir framan það, þar fara allir út að ganga, í viðtöl, grúbbur og fleira. Í mörgum tilfellum ætlar fólk að fara út og sigra heiminn, vinna upp tapaðan tíma, fara í ræktina, sund, vinna, borða hollt, koma reglu á fjármálin og allt hitt líka. Þegar þetta gengur ekki upp leitar fólk í það sem það kann og flýr raunveruleikann í hugbreytandi efni.

„Við höfum vitað þetta allt í fjölda ára“ 

Við, Tinna og Inga Hrönn, erum sammála um að óvissan sem fylgir því að stíga fyrstu skrefin út í eðlilegt líf“ eftir neyslu eru erfið og fyrstu mánuðina þurfi að leiða fólk, segja þær. 

Í dag getur hver sem er stofnað áfangaheimili í hagnaðarskyni og ekkert eftirlit er haft með slíkri starfsemi. Við veltum fyrir okkur hvort það sé vegna þess að um ræðir þennan hóp fólks eða hvort hver sem er gæti stofnað heimili fyrir fólk með annars konar sjúkdóma eða veikindi án þess að afskipti væru höfð af starfseminni.“ 

Inga Hrönn lýsir búsetu sinni á áfangaheimilum.

Ég hef búið á nokkrum áfangaheimilum og eitt sinn þurfti ég að fara á stað sem heitir Betra líf í stutta stund en þar eru engar reglur, fólk er þar í neyslu og þar hefur fólk dáið, fleiri en einn eða tveir, segir Inga og Tinna bætir við að gestur hlaðvarpsins fyrir stuttu síðan hafi einmitt nefnt þetta sama og sagt frá að hún væri edrú þrátt fyrir Betra líf en alls ekki þökk sé.

Önnur áfangaheimili skikka sína skjólstæðinga á kristilegar samkomur og enn önnur fylla upp í laus herbergi með fólki sem ekki á við vímuefnavanda að stríða heldur geðrænan, til þess eins að fá inn tekjur.

Segja þær að ef áfangaheimili ættu að vera sniðin eftir þörfum fólksins sem þarf á þeim að halda þurfi  margt að breytast í kerfinu, miðað við stöðuna í dag.

Umræðan snýr alltaf að meðferðum og úrræðum sem vantar þar en hvað svo, það geta flestir verið í vernduðu umhverfi í meðferð en vantar svo net sem grípur eftir að meðferð lýkur.

Tinna og Inga Hrönn ræða þeirra hugmyndir, vandamál og lausnir í þættinum.

Það má hlusta á þáttinn í heild sinni í hlaðvarpinu Sterk saman.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone