fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

„Manneskjugeðjun er okkar leið til að upplifa öryggi í samböndum“

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 9. febrúar 2023 11:00

Ragga nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, fjallar í sínum nýjasta pistli á Facebook um hugtakið manneskjugeðjun sem hún segir lærða hegðun, en ekki meðfædda.

„Manneskjugeðjun er lærð hegðun. Þegar við fæðumst er ekki snefill af manneskjugeðjun. En með árunum og samskiptamynstri í gegnum uppeldið þróum við með okkur manneskjugeðjun. Manneskjugeðjun er okkar leið til að upplifa öryggi í samböndum. Ef öllum líkar vel við okkur erum við örugg. Þá líður okkur vel. Kvíðinn er minni. Óttinn við höfnun dvínar. Við verndum sjálfið með að þóknast og geðjast. Af því þetta er lærð hegðun getum við líka aflært þessa hegðun,“ segir Ragga.

Telur hún upp nokkur dæmi um manneskjugeðjun og hvernig við getum breytt hegðun okkar:

„Að henda eigin þörfum og löngunum í arininn og horfa á þær fuðra upp er ekki hetjudáð. Þú færð ekki Fálkaorðuna fyrir að vanrækja eigin þarfir eins og kaktus í stofuglugganum. Þarfir annarra settar á Saga Class en þínar eigin niðri í farangursrými.
Við erum ekki góðar manneskjur ef við hunsum eigin sjálfsrækt til að þjónusta og þéra alla aðra. Ef súrefnisgríman lafir utan um hálsinn á þér geturðu ekki aðstoðað neinn annan.“

Æfðu þig að setja skýr mörk

„Sem manneskjugeðjarar eru mörkin okkar grautlin eins og Royal búðingur. Segjum frekar JÁ en NEI… bara til að þóknast og geðjast. Til að valda ekki vonbrigðum. Til að öllum líki vel við okkur. Til að vera ekki leiðinleg. Til að vera góð og stillt og prúð og sýna náungakærleik í verki. Æfðu þig í að setja skýr mörk. Segðu oftar *NEI ÞVÍ MIÐUR* þegar þú færð beiðni um greiða. Segðu frá þegar þú færð vitlaust gefið til baka. Láttu vita þegar einhver ryðst fyrir framan þig í röðinni.“

„Vondumanneskju“ tilfinningin

Ragga segir börnum oft innrædd í æsku „vondumanneskju“ tilfinningin og til að koma í veg fyrir hana eyðir viðkomandi ævinni í að þóknast og geðjast. „Kvíði og hræðsla við að valda öðru fólki vonbrigðum kemur oft fram í þóknunarþörf, manneskjugeðjun og fullkomnunaráráttu. En fullorðið fólk getur vel höndlað tímabundin vonbrigði, oftar en ekki er skúffelsið mun skammlífara en við ímyndum okkur. Fólk upplifir vonbrigði alla daga allt lífið.“

Segir hún jafnframt að við eigum mörg til að ofurútskýra og ofurafsaka. „Þetta er viðbragð til að minnka samviskubitið og sefa sektarkenndina yfir að geta ekki gert eitthvað fyrir náungann. Þú átt rétt á að segja NEI án þess að því fylgi afsökun eða löng og flókin útskýring.“

Mættu þér með mildi

Ragga mælir með að fólk mæti sjálfu sér með mildi. „Þú berð ekki ábyrgð á tilfinningum annarra. Þú getur ekki stjórnað áliti annarra á þér með að vera jámanneskja. Áttaðu þig á muninum á hvenær þú vilt í alvörunni gera eitthvað fyrir einhvern af einskærri góðmennsku og hvenær þú ert að þóknast og geðjast til að stýra áliti hans á þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram