fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Klámkóngurinn ósakhæfur og sleppur við dóm – Þolendur furða sig á málsmeðferðinni

Fókus
Miðvikudaginn 8. febrúar 2023 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ekki verður felldur dómur á fyrrum klámstjörnuna Ron Jeremy í máli þar sem hann er sakaður um mörg og ítrekuð kynferðisbrot gegn fjölda kvenna á rúmlega tveggja áratuga tímabili.

Ron hefur verið metin ósakhæfur vegna alvarlegra elliglapa, en hann þykir ekki hafa getuna til að taka þátt í málsvörn sinni. Hefur hann því verið sendur á geðsjúkrahús þar sem honum gæti verið haldið í allt að tvö ár. Tekinn verður stöðufundur til að fylgjast með framvindu ástands hans í maí á þessu ári.

Ron Jeremy er 69 ára gamall og var ákærður fyrir rúmlega 30 kynferðisbrot gegn rúmlega tuttugu konum á aldrinum 15-51, en brotin eru sögð hafa átt sér stað á 23 ára tímabili. Ron Jeremy hefur neitað sök og sagði á samfélagsmiðlum að hann ætlaði sér að grípa til varna í málinu og sagðist ekki geta „beðið eftir að fá að sanna sakleysi mitt fyrir dómi.“

Það var í síðasta mánuði sem dómari komst að þeirri niðurstöðu að Ron væri ekki sakhæfur, en hann glímir við elliglöp, er illa áttaður og heyrnarskertur.

Var það niðurstaða sérfræðinga að hann væri kominn með alvarleg elliglöp og væru engin merki um það að hann væri að gera sér upp þessi einkenni. Væru batahorfur hans ekki góðar.

Dómari sagði að ekki nema að ástand hans batni til muna þá verði ekki hægt að sækja hann til saka fyrir meint brot sín. Eins geti hann ekki lýst sig sekan og ekki átt í viðræðum við þolendur um mögulegar bætur.

Á hátindi ferils síns var Ron eitt stærsta nafnið í klámmyndaiðnaðinum. Hann var handtekinn árið 2020 eftir að ásakanir í hans garð litu dagsins ljós.

Einn þolenda hans sagði í samtali við Los Angeles Times að það væri furðulegt hvernig farið hafi verið með málið innan dómskerfisins. Hafi fólk verið meðvitað um ástand Rons áður en farið var af stað með ákæru og áður en þolendum var smalað saman til að taka þátt í málarekstrinum.

„Þau vissu vel að hann væri með elliglöp og ég er mjög vonsvikin að þau hafi ekki útkljáð þann þátt áður en við vorum dregnar í þessa tilfinningaþrungnu ferð sem hefur varað í tvö og hálft ár.“

Hún bætti við í viðtali við Mirror: „Ég get ekki fært það í orð hversu reið ég er. Ég mun aldrei geta lokað þessum kafla. Hann hefði átt að vera dreginn til ábyrgðar mun fyrr, en Ron var upphafinn sem einhvers konar konungur sem var ósnertanlegur og lögmenn hans voru sífellt að tefja málið. Mér finnst eins og það hafi aftur verið brotið á mér, eins og ég sé peð í leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone