fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Hún var súperstjarna, söngkona, þingmaður og predikari – Ættleiddi 55 börn, giftist fóstursyni sínum og framdi grimmdarlegt morð

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 4. febrúar 2023 20:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flordelis dos Santos de Souza var súperstjarna í Brasilíu. Áhrifamikill predikari, gospelsöngkona og stjórnmálamaður. 

Og morðingi.

Flordelis fæddist árið 1961 í Rio de Janeiro. Þegar hún var 14 ára gömul missti hún föður sinn og bróður í bílslysi sem átti sinn þátt í því að Flordelis leitaði huggunar í guðstrú.

Hún lauk kennaranámi auk þess að læra til prests og árið 1994 ættleiddi hún hvorki meira né minna en 37 munaðarlaus börn.

Sem eðlilega vakti gríðarlega athygli.

Flordelis

Þúsndir fylgismanna

Flordelis varð sífellt þekktari fyrir góðgerðastörf. Hún predikaði fyrir fullu húsi og söng gospelsálma eins og engill á milli þess sem hún breyddi út guðsorðið. Hún stofnaði níu kirkjur, var með reglulega sjónvarpsþætti, og átti þúsundir fylgismanna.

Það var meira að segja gerð kvikmynd hana árið 2009, og tóku þekktustu leikarar landsins þátt í gerð hennar. Myndin sló í gegn og í kjölfarið fékk Flordelis útgáfusaming og gaf út sína fyrstu plötu árið 2010.

Flordelis lét sér ekki nægja að sjá um barnaskarann, predika og syngja heldur reyndi hún fyrir sér í pólitík, var í fulltrúaráðum borgarinnar og lokst þingmaður árið 2019.

Það virtist sem Flordelis gæti gert allt sem hugur hennar stóð til.

En til að fá skilning á því sem síðar gerðist þarf að bakka í tíma.

Flordelis og Anderson

Giftist hún syni sínum?

Flordelis gifti sig á unga aldri og átti þrjú börn með manni sínum áður en hún skildi við hann.

Árið 1993, ári áður en hún ættleiddi börnin 37 hitti hin 32 ára gamla Flordelis 16 ára pilt að nafni Anderson do Carmo. Hann flutti inn til Flordelis, hennar þriggja líffræðilegu barna og fimm að auki sem hún hafði ættleitt.

Flordelis sagði hverjum sem heyra vildi að hún hefði einnig ættleitt Anderson en það eru hvergi til gögn sem styðja það.

Og árið 1998 giftist þau Flordelis og Anderson. Hún var 37 ára, hann 21 árs.

Alls ættleiddi Flordelis 55 börn og eignaðist sjálf þrjú.

Flordelis baðaði sig í ljóma frægðarinnar en Anderson var hennar aðstoðarmaður, sá um rekstur skrifstofu hennar svo og heimilishaldið.

Það var meira en að segja, fjölskyldan bjó í fjórum samliggjandi húsum enda ættleiddu þau hjón hvorki meira né minna en 55 börn.

Morðið

Flordelis og Anderson voru gift í 26 ár og reis stjarna Flordelis með hverju árinu.

Allt þar til 2019 þegar að Anderson fannst látinn í bílskúr fjölskyldunnar. Hann hafði verið skotinn 30 sinnum. Anderson var 42 ára, Flordels 58 ára.

Einn af kjörsonum þeirra, hinn 18 ára gamli Lucas dos Santos do Carma, játaði á sig morðið en sagði annan kjörbróður sinn, hinn 38 ára gmala Flávio dos Santos hafa framið verknaðinn með sér.

Flordlis var súperstjarna í Brasilíu

Við nánari rannsókn kom í ljós að Flordelis var að baki morðinu. Hún hafði sex sinnum reynt að eitra fyrir manni sínum án árangurs þar til hún gafst upp og leitaði hjálpar barna sinna við að losa sig við eiginmanninn.

Alls komu tíu barna Flordelis að morðinu, níu ættleitt og eitt líffræðilegra barna hennar.

Flordelis sá aftur á móti um alla skipulagningu en það var ekki unnt að handtaka hana þar sem hún naut griða sem þingmaður.

Yfirvöld lögðu mikla pressu á þingið að aflétta friðhelginni sem á endanum var gert.

Kenndi börnunum um

Flordelis neitaði sök og kenndi börnum alfarið um en það var morgunljóst hver var höfuðpaurinn.

Í fyrra fékk Flordelis 50 ára fangelsisdóm og börn hennar dóma frá tveimur árum og upp í 33 ár sem Lucas fékk, þar sem hann skaut fósturföður sinn.

Flordelis við réttarhöldin.

Málið vakti gríðarlega athygli í Brasilíu og nágrannalöndum enda algjörlega óþekkt að slík ofurstjarna sé dæmd fyrir morð.

Og ástæðan fyrir morðinu?

Peningar. Anderson hafði séð um fjármál hjónanna og vildi stöðva stjórnlausa eyðslu Flordelis. En hún lét ekki bjóða sér slíkt. Hún var stjarnan.

Og því fékk hún tíu einstaklinga,, sem hún hafði alið upp frá barnsaldri, til að myrða Anderson, sem flest þeirra litu á sem föður, á þennan grimmilega hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone