fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Ragga nagli fékk óviðeigandi spurningu frá útvarpsmanni í beinni – „Þér kemur það ekki við“

Fókus
Miðvikudaginn 1. febrúar 2023 19:00

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga nagli, greinir frá því að hún hafi fengið óviðeigandi spurningu frá útvarpsmanni í beinni útsendingu fyrir nokkrum árum. Spurningin varðaði barneignir. Ragga skrifar pistil á Facebook þar sem hún bendir á að spurning af þessu tagi eigi engan rétt á sér. 

„„Hvenær ætlarðu eiginlega að eignast börn? Ertu ein af þessum konum sem setur starfsframann í forgang fyrir barnseignum? Ég meina, nú ertu komin yfir fertugt svo það þarf að gera eitthvað í þessu“

Þessi hörmung hraut af vörum útvarpsmanns í beinni útsendingu þegar Naglinn var í viðtali fyrir nokkrum árum.

Eftir að slökkt var á hljóðnemunum lét Naglinn útvarpsmanninn vita að sér hefði fundist þetta MJÖG óviðeigandi spurning.“ 

Konur þurfa ekki hrútskýringu um líkamsklukkuna

Ragga bendir á að maður hennar fái þessa spurningu sárasjaldan, samt er hann fjórum árum eldri en hún. Svo virðist sem að það sé eins konar skotleyfi gefið á konur sem eru komnar á fertugsaldur að það megi hnýsast í þeirra einkamál og jafnvel inn í svefnherbergi þeirra.

Hún bendir á að ef leikkonan Jennifer Aniston sé google þá komi fleiri fleiri blaðsíður af niðurstöðum sem sýni vangaveltur um mögulegar barneignir hennar. Jennifer er 53 ára gömul Jafnaldri hennar er leikarinn Matthew Perry. Hann er líka barnlaus en ef leitað er að nafni hans á Google komi engar sambærilegar vangaveltur og við nafn Jennifer.

„Kvenkyns Ráðherra, Áslaug Arna sem er 32 ára var nýlega spurð um barneignaplön sín af karlkyns blaðamanni sem minnti hana líka á að tíminn væri ekki að vinna með henni í barneignabransanum. 

Við konur þurfum ekki hrútskýringu á að líkamsklukkan tifar hvað varðar barneignir. Við erum velflestar upplýstar um eigin líffræði.“ 

Sumt kemur öðrum ekki við

Ragga segir að með því að spyrja svona spurninga sé spyrjandi að gefa sér að það sé allt í góðu hjá viðkomandi konu. Það er hins vegar ekki alltaf svo og gæti spurningin vakið upp erfiðar tilfinningar.

Sumir glími við frjósemisvanda og hafi gengið í gegnum vonbrigði og sárar tilfinningar og á endanum gefist upp. Sumir séu með erfðagalla sem þau vilji ekki koma til næstu kynslóðar og kjósa því barnleysi. Sumar konur hafi þurft að láta fjarlægja leg eða eggjastokka út af krabbameini eða öðru og geti ekki gengið með börn. Sumar hafa misst fóstur eða fætt andvana börn og geti ekki hugsað sér að ganga í gegnum slíkt aftur. Sumum langi svo hreinlega ekkert til að eignast börn.

„Ekki af því að þeim sé illa við börn. Það geta verið ástæður eins og fjárhagslega óhagkvæmt, umhverfissjónarmið, pólitík, ástand heimsins, starfsframinn, tímafrelsi eða hvað annað.“ 

Enginn þurfti ástæðu til að spyrja ekki um mögulegar barneignir, því slíkt komi fólki hreinlega ekki við.

„Þú þarft aldrei ástæðu til að spyrja EKKI konu um barnaplön hennar, hvort sem það er að eignast fyrsta barn eða af hverju hún á ekki barn númer tvö eða þrjú. 

Af því…. Þér kemur það ekki við.“ 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Í gær

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu

Guðrún gaf Helga Jean súludans í afmælisgjöf – Allir stoppuðu og horfðu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone

Hefur enn ekki leyft börnum sínum að horfa á Home Alone
Fókus
Fyrir 4 dögum

Botnar ekkert í Íslendingum og hvetur okkur til að gera meira af þessu

Botnar ekkert í Íslendingum og hvetur okkur til að gera meira af þessu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri

Komst að því að kærastinn væri í áskrift á OnlyFans – Fékk áfall þegar hún sá hjá hverri