fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fókus

Arnar hefur ekki borðað síðan á gamlárskvöld – 31 daga föstu lýkur á morgun

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 31. janúar 2023 20:02

Arnar Fannberg Gunnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Fannberg Gunnarsson hefur ekki lagt stakt matvæli sér til munns síðan í fyrra. Hann borðaði síðast á gamlárskvöld 2022 og hefur verið að fasta allan janúar. Honum líður vel, eini gallinn er að honum finnst kaffi orðið vont. Hann stefnir á að borða sína fyrstu máltíð á þessu ári á morgun.

Með þessari umfjöllun er DV ekki að hvetja fólk til að fasta og sérstaklega ekki til lengri tíma. Slíkt ætti alltaf að gera í samráði við lækni en Arnar fékk grænt ljós frá sínum lækni áður en hann hóf föstuna. 

Arnar er 26 ára og starfar sem vaktstjóri í Dalslaug í Reykjavík. „Ég sé fyrir mér að vera þar næstu tvö til þrjú árin en síðan ætla ég að fara út í heim og einbeita mér að köfun. Ég er að fara að taka atvinnuréttindi í köfun í febrúar á Tenerife. Maður er að koma sér í form fyrir vinnuna sem maður vill vera í, til æviloka jafnvel,“ segir hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arnar Fannberg Gunnarsson (@arnar440)

Fastaði allar helgar í hálft ár

Að fasta er ekki nýtt af nálinni fyrir Arnar en hann hefur aldrei tekið svona langa föstu áður, það lengsta sem hann hafði farið án matar samfleytt voru 72 klukkustundir.

„Ég var á Carnivore mataræðinu áður,“ segir hann. Í því mataræði borðar fólk aðeins kjötvörur.

„Þegar ég var á því mataræði fastaði ég allar helgar, frá föstudegi til sunnudags, en fyrstu helgina í hverjum mánuði tók ég 72 tíma, frá föstudegi til mánudags.“

Hann gerði þetta í hálft ár, leið vel og léttist. En með tímanum þyngdist hann aftur og segir að það sé oft raunin með svona afmarkað mataræði, það er ekki langtímalausn.

Arnar í lok föstunnar.

Hlustaði á bók og ákvað að fasta

Síðasta máltíð Arnars var gamlárskvöld í fyrra. Hann fékk sér nautakjöt, humar, brauðrétti og allt sem hann gat í sig látið.

Aðspurður hvernig honum hafi dottið í hug að fasta í heilan mánuð svarar Arnar: „Ég hlustaði á bók,“ og hlær.

„Ég fæ ýmsar hugdettur. Eins og þegar ég sagði mömmu frá þessu var hún ekkert hissa, hún hefur hringt í mig til að bjóða mér heim í mat en þá er ég allt í einu á Akureyri. Ég geri hluti allt í einu og lifi lífinu þannig,“ segir hann.

Umrædd bók var The Obesity Code: Unlocking The Secrets Of Weight Loss eftir Dr. Jason Fung.

„Dr. Fung er mikið að meðhöndla fólk með sykursýki 2 og byrjar oft meðhöndlunina á að fólk taki tveggja vikna föstu. Eftir að það er búið þarf lítið annað að gera en að fylgja góðu mataræði. Ég tók ákvörðun um þetta eftir að ég hlustaði á bókina í júní í fyrra og ákvað að gera þetta í janúar,“ segir hann og bætir við að það hafi verið gott að hafa langan tíma til að undirbúa sig fyrir föstuna.

„Hugarfarið var alveg komið þannig þetta var í raun ekkert mál. Ég vaknaði 1. janúar mjög rólegur yfir þessu öllu saman,“ segir hann.

„Fólk er alltaf að spyrja mig hvort ég sé ekki spenntur að fara að borða aftur en ég gæti alveg haldið þessu áfram í nokkra daga til viðbótar og hefði örugglega gert það ef ég hefði ekki verið búinn að bóka mig að borða með félögunum 3. febrúar. Mér líður bara vel og þetta er svo ódýrt líka,“ segir hann kíminn.

Aðsend mynd.

Kaffi orðið vont

„Þegar ég byrjaði var ég að fá mér mikið af kaffi og tei, en kaffi og te neyslan mín hefur orðin nánast engin miðað við hvernig hún var. Bragðlaukarnir virðast vera búnir að núllstilla sig þannig mér finnst kaffi varla gott lengur. Það er kannski neikvæða hliðin á þessu,“ segir hann og hlær.

„Svo fæ ég mér daglega D-vítamín og fjölvítamín. Svo hef ég verið að drekka þrjá til fimm lítra af vatni á dag ásamt því að fá mér sjávarsalt.“

Er ekki að ráðleggja fólki þetta

„Ég myndi mæla með föstum til að prófa fyrir hvern sem er en alls ekki að taka skyndiákvörðun um mánaðarföstu án þess að ræða við nokkurn mann um það,“ segir Arnar.

Arnar segir að hann hafi farið til læknis í blóðprufu fyrir föstuna og ætlar aftur eftir að henni lýkur. „Ég fékk græna ljósið frá lækninum mínum með þessa mánaðarföstu og hún hafði litlar sem engar áhyggjur af þessu. Maður þarf bara að lesa sig til um hitt og þetta, við hverju maður ætti að búast og hvað maður á að innbyrða.“

Arnar segist vera skýr í hausnum og hafa meiri orku.

„Ég er í nokkuð rólegri vinnu, vinnandi í sundlaug. Ég hef svo lítið gaman af ræktinni þannig maður hefur ekkert verið að stunda hana hvort sem er, en ég hef verið á námskeiði í mössun og detailing hjá Classic detailing. Það er kannski mesta líkamlega álagið sem hefur verið fyrir utan það sem maður gerir dags daglega. En ég hef ekki fundið fyrir neinum erfiðleikum við neitt af því sem ég hef verið að gera. Maður hleypur upp tröppurnar til mömmu á þriðju hæð eins og ekkert sé,“ segir Arnar.

„Þetta var endursetningaleiðin mín fyrir mig,“ segir hann.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Arnar Fannberg Gunnarsson (@arnar440)

Fyrsta máltíðin á morgun

Arnar hefur verið að deila ferlinu með fylgjendum sínum á Instagram – þar sem hann tók stuttlega saman ferlið í færslu fyrr í kvöld – og einnig deilt uppfærslum í Facebook-hópnum Föstusamfélagið – áhugafólk um föstur af öllu tagi. Hann segir að það hefur verið mjög gott að finna fyrir stuðning og fá ráð frá meðlimum hópsins.

Hann þarf að ganga hægt um gleðinnar dyr á morgun þegar hann byrjar að borða. Það verður engin fimm stjörnu máltíð heldur beinasoð og kannski egg með.

„Það þarf að passa sig að brjóta svona langa föstu rétt,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram