-Ef þú þværð þér um hendurnar áður en þú snyrtir neglurnar er í þeim raki sem veldur því að þær þenjast líttilega út. En naglalakk þurrkar neglurnar sem skreppa aftur saman og þá kvarnast lakkið mun hraðar en ef neglur eru skraufþurrar við lökkun.
-Öll sprittum við á okkur hendurnar mun oftar en fyrir Covid. En spritt inniheldur alkóhól sem þurrkar upp naglalakkið með þeim afleiðingum að glansinn hverfur og það kvarnar fyrr upp úr lakkinu.
-Neglur þurfa reglulegan raka og er olía hvað best í að halda góðu rakastigi. Það er til fjöldi góðra naglaolía sem oft vilja gleymast þegar keyptar eru inn vörur fyrir neglur á við naglalakk, naglalakkseyði, yfir- og undirlakk og svo framvegis.
-Það er glæpur gegn nöglum að nota ekki uppþvottahanska. Uppþvottalögur er afar sterkur og fátt sem þurrkar eins upp neglur og naglabönd.
-Aldrei nota neglurnar sem verkfæri. Aldrei nota neglurnar til þess að skrapa til dæmis upp tyggjóleifar eða, guð forði, nota þær í stað tannstönguls.
-Ef að naglalakk á að virkilega að endast, þarf að gæta að sér í heila tólf tíma. Meðal þess sem þá ber að forðast er mikill hiti. Því bera til að mynda að nota ofnhanska í stað pottaleppa.
-B vítamín, prótein, magnesíum og kalk eru fallegum nöglum nauðsynleg.
-Ef að þú ert á fullu í ræktinni eru tækin fljót að tæta naglalakkið af. Þvi er best að vera með glært eða ljóst naglalakk þegar haldið er í ræktina. Það er öllu huggulegra en illa kvarnaður sterkur litur.
-Margir blása á neglur sínar eftir að hafa lakkað þær, og taka ekki einu sinni eftir því. En það er aftur á móti ekki snjallt. Andardráttur okkar er of heitur fyrir blautt naglalakk og inniheldur alls kyns smáræði af magasýru og öðrum snefilefnum úr líkamanum sem fer illa með naglalakk.