fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Hildur Lillendahl með skilaboð til karla – „Þessi hegðun bókstaflega þaggar niður í okkur og viðheldur kúgun kvenna“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. janúar 2023 11:20

Hildur Lillendahl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Einhver karl er alltaf tilbúinn að leiðrétta konu eða reka hennar eigin reynslu ofan í hana á yfirlætisfullan hátt.“

Svona hefst pistill Hildar Lillendahl Viggósdóttur, verkefnastjóra hjá Reykjavíkurborg, á vef Heimildarinnar.

Hildur segir frá því þegar hún ætlaði að tísta um skondið atvik þegar hún læstist úti á svölum. Hugsanir hennar fóru á fullt, eins og gerist alltaf þegar hún íhugar að tjá sig um eitthvað opinberlega. Hún segir að fáir hópar sem hún þekkir ritskoða sig betur en femínistar og útskýrir málið í pistlinum.

„Þessi fullyrðing hljómar kannski einkennilega fyrir sumum enda er okkur alltaf lýst sem óhefluðum, óritskoðuðum og stjórnlausum. En hún á sér stoð í því að við þurfum alltaf að sjá fyrir öll neikvæðu viðbrögðin sem við mætum, því þau eru auðvitað endalaus, vegna þess að reynslan sem situr í taugakerfi okkar hefur kennt okkur að til að lifa af þurfum við að vera á varðbergi gagnvart öráreiti (e. micro-aggressions). Það að geta hvergi sagt skoðun okkar án þess að sett sé ofan í við okkur og reynt að gera lítið úr okkur er ekki bara pirrandi, það safnast saman í taugakerfinu, þaggar niður í okkur og styður beint við ríkjandi valdakerfi. Þannig hefur það til lengri tíma alvarlegar afleiðingar fyrir bæði einstaklinga og samfélög,“ segir hún.

Ætlaði að tísta en hætti við

Um helgina rifjaðist upp atvik fyrir Hildi þegar hún læstist úti á svölum í fárviðri í janúar í fyrra. Hún velti fyrir sér eitt augnablik hvort hún ætti að segja frá þessu ævintýri á Twitter til gamans.

„En umsvifalaust fór í gang vél í hausnum á mér sem virkjast í hvert skipti sem ég íhuga að tjá mig opinberlega um eitthvað. Spurningarnar sem ég þurfti að svara áður en ég tæki ákvörðun þutu um höfuðið á ógnarhraða með blikkandi neonljósum: „Var það örugglega fyrir ári síðan? Kom svona veður í janúar í fyrra? Getur verið að þetta hafi verið í febrúar? Er ég alveg viss um að þetta hafi ekki verið í hitteðfyrra? Ég hlýt að geta kannað þetta með einhverju móti; ég man að það var miðvikudagur, það hefur sennilega verið allt undirlagt í COVID því þetta var um miðjan dag og ég var að vinna heima. Samt hefur ekki verið svo mikið COVID að snyrtistofur hafi verið lokaðar, ég var einmitt á leiðinni í augabrúnir þennan dag. Eða var það kannski ekki þennan dag? Var það í hitt skipti sem ég læstist úti á svölum ein heima?“ Niðurstaðan varð, að þessu sinni eins og svo oft áður; andskotinn, þetta er vonlaust, einhver mun leiðrétta mig eða reka mína eigin reynslu ofan í mig á yfirlætisfullan hátt. Best að gleyma þessu tvíti,“ segir hún.

Mynd/Getty

Karllaus svæði á netinu

Hildur segir að þessi hversdagslega sena sé dæmigerður raunveruleiki margra kvenna.

„Þetta hefur orðið til þess að við búum okkur til karllaus svæði á internetinu þar sem við getum deilt reynslu, miðlað þekkingu og sótt í ráðleggingar. Við höfum sérstakan hóp fyrir skutlarakonur, konur í hugleiðingum um fasteignir, óteljandi hópa um ofbeldismál, sérstakan (risastóran) hóp fyrir allt sem tengist tæknimálum, ýmiskonar uppeldishópa, fullt af grínhópum og svo mætti lengi telja.“

„Þessi hegðun bókstaflega þaggar niður í okkur og viðheldur kúgun kvenna“

Að lokum beinir Hildur orðum sínum til karla:

„Kæru karlar, nennið þið plís að hugsa ykkur um næst þegar þið finnið hjá ykkur óstjórnlega þörf fyrir að leiðrétta eða (hr)útskýra fyrir konu að hún hafi nú smá rangt fyrir sér um minnsta smáatriði sem enga sérstaka þýðingu hefur fyrir umræðuefnið. Og jafnvel þótt það sé stærra atriði sem þið teljið hafa þýðingu, bara ekki gera það. Vegna þess að þessi hegðun bókstaflega þaggar niður í okkur og viðheldur kúgun kvenna.“

Hún deilir síðan atriði úr þættinum Kanarí og spyr karlmenn hvort þeir vilji í alvöru vera þessi týpa.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Talaði Trump af sér?

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“

Ragnar fékk áfall þegar vaktfélagi hans svipti sig lífi – „Hann bjargaði mörgum mannslífum, af hverju gat ég ekki bjargað hans?“
Fókus
Í gær

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu

Raunveruleikastjarna birti sláandi mynd – Hefur nánast eytt aleigunni að komast til botns í þessu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“

Hawk Tuah-gellan í klandri út af rafmyntabraski – „Þú stalst af mér ævisparnaðinum“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“

Íslensk móðir skráði sig á Tinder og fékk áfall vegna þess sem hún sá: „Mér finnst þetta svo hræðilega rangt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun

Teddi náði botninum eftir að sérsveitin handtók hann í húsgagnaverslun
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“

Svava Kristín lenti í slysi á unglingsaldri – „Ég get ekki orðið hlaupari en ég get gert margt annað“