fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fókus

Fór ekki í bað í yfir sextíu ár og át rotnuð dýrahræ – Skítugasti maður í heim varð aldrei veikur og lifði fram á tíræðisaldur

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 21. janúar 2023 20:00

Amou Haj

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október síðastliðinn lést skítugasti maður í heimi. Hann var  94 ára gamall Írani, almennt kallaður Amou Haj sem þýða mætti sem eldri maður sem öllum líkar við. 

Haj vann það sér til frægðar að fara ekki í bað í meira en 60 ár. 

Haj bjó einn  í niðurgröfnum kofa rétt utan við þorpið Dejgah í Íran. Hann sóttist ekki eftir félagsskap en tók vel á móti gestum, hló og spjallaði við þá.

Haj neitaði alfarið að borða fersk matvæli, lifði á dýrahræjum sem hann fann oft á þjóðvegi rétt við þorpið. Sérstaklega var hann elskur að rotnuðum broddgöltum, sem var hans uppáhaldsmatur.

Þorpsbúar reyndu reglulega að færa honum almennilega máltíð en Haj neitaði öllu sem honum var boðið. Hann vildi ekki sjá heimatilbúið góðmeti, sagði það vont og fór að leita hræja.

Haj neitaði einnig að drekka ferskt vatn, drakk úr pollum og safnaði regnvatni í fötu og þegar að nóg af pöddum og skít hafði mengað vatnið taldi hann það fyrst öruggt.

Haj var einfaldlega óstjórnlega hræddur við hreint vatn.

Haj við heimili sitt.

Elskur að dýraskít og tóbaki

Haj reykti þurrkaðan dýraskít en þorpsbúar færðu honum einnig sígarettur. Þá fagnaði hann mjög en hann reykti aldrei eina í einu. Hann reykti fimm sígarettur í einu.

Hann var þess fullviss að vatn og sápa yrðu honum að bana og það var sama hvað þorsbúar hans og nágranna grátbáðu hann, neitaði Haj alfarið að koma nálægt vatni og sápu.

Það eina sem Haj sinnti, eftir því sem hann best gat, var hár og skegg sem hann burstað og brenndi neðan af reglulega. En það var hvorki vatn og sápu að sjá við þá iðju.

Í fyrra settu grannar hans hnefann í borðið og kröfðust þess að Haj færi í bað. Hann tók illa í þá hugmynd en þorpsbúar voru orðnir langþreyttir og tókst að lokka hann inn í bíl svo unnt væri að fara með Haj í fyrsta baðið í áratugi.

Hann fylltist svo mikilli skelfingu í bílnum að hann stökk út á meðan bíllinn var á ferð en meiddist lítið sem ekkert. Sagðist hann ekki ætla að láta að aka sér á aftökustað.

En grannarnir gáfu sig ekki. En það var meira en að segja það að skafa af hálfrar aldar drullu af einstakling og við tók heljar vinna.

En hugsanlega hafði karlanginn rétt fyrir sér því hann lést skömmu eftir baðið.

Amou Haj

Eitthvað gerði hann rétt

Haj mun hafa orðið fyrir sálrænum áföllum á yngri árum, áföllum sem breyttu hegðun hans til frambúðar. Sumir segja að hann hafi misst vitið eftir að hafa lent í ástarsorg en enginn veit þó í raun af hverju hann var þetta fastur á því að vatn yrði honum að bana.

Ef að einhverjum finnst kappinn kunnuglegur þá er Haj sá hinn sami og vann það sér til frægðar að gríðarlegu magni sígaretta í munn sinn og reykja þær samtímis. Myndin af honum fór stórum á internetinu og öðlaðist Haj þó nokkra frægð fyrir vikið.

Þrátt fyrir lífernið er ekki til þess vitað að Haj hafi nokkurn tíma veikst. Hann féllst á að fara í ítarlega læknisskoðun í fyrravor og var það álit lækna að hann væri við hestaheilsu, 94 ára gamall.

Svo eitthvað var karlinn að gera rétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?

Mun Karl Bretakonungur stíga til hliðar um jólin?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld

Þekkirðu fólkið? – Mexíkósk kona leitar upplýsinga um fólkið sem faðir hennar umgekkst sem skiptinemi á Íslandi fyrir hálfri öld
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“

Gefur Bríet falleinkunn fyrir tónleika – „Stundum var líkt og söngkonan syngi í gegnum nefið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?

Megan Fox sá eitthvað óviðeigandi í síma MGK og hætti með honum – Er ítalska kyntröllið nýi kærastinn?