TMZ greinir frá því að Britney hafi tekið „furðulegt æðiskast“ á veitingastaðnum Joey, sem hafi orðið til þess að eiginmaður hennar, leikarinn Sam Asghari, hafi rokið á dyr.
Vitni sögðu við miðillinn að Britney og Sam hafi verið á staðnum með lífverði og að staðurinn hafi verið fullur af gestum sem þekktu strax stjörnuna og byrjuðu að taka myndir og myndbönd af henni.
Uppátæki þeirra kom Britney í uppnám að sögn vitna og hafi hún í kjölfarið farið að hegða sér einkennilega.
Vitni sögðu að Britney hafi orðið „manísk“ og byrjað að öskra „eitthvað algjört bull.“ Þau sögðu einnig að Sam hafi greinilega orðið pirraður og hafi skyndilega staðið upp og rokið á dyr.
Að sögn vitnanna yfirgaf Britney staðinn nokkrum mínútum seinna.
TMZ birtir myndir og myndbönd af Britney á staðnum, en hins vegar sést hún ekki vera „manísk“ og „tala tungum“ eins og vitni sögðu. Einnig var TMZ ekki með undir höndunum myndband af Sam yfirgefa staðinn.
Sam hefur nú rofið þögnina og sakar slúðurmiðillinn um lygar.
„Það var ekki Britney sem var með læti, það var annar veitingagestur sem hætti ekki að taka myndir af henni í leyfisleysi,“ sagði starfsmaður Joey við Page Six.
Britney birti myndband á Instagram í gær þar sem hún dansar og gefur myndavélinni fingurinn nokkrum sinnum. Erlendir miðlar draga þá ályktun að myndbandið tengist fréttaflutningi af atvikinu á veitingastaðnum en söngkonan hefur ekki tjáð sig um það að svo stöddu.
Hún lokaði fyrir athugasemdir við færsluna en tæplega 300 þúsund manns hafa líkað við það.
View this post on Instagram